Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. nóvember 2025 20:12 Skipulögð brotastarfsemi verður sífellt umfangsmeiri á Íslandi. Vísir/Ívar Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, sífellt oftar nýtt sem burðardýr og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum. Í skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti í dag kemur fram að skipulögðum glæpahópum á Íslandi hefur fjölgað um helming á síðasta áratug. Þá hafa þessir hópar fest sig í sessi í íslensku samfélagi. „Það er meiri ofbeldisbeiting. Sú breyting sem er að koma þarna fram er til dæmis hvernig þeir eru að athafna sig. Það er til dæmis að þeir eru að sækjast í ungmenni og ungmenni eru fengin til að fremja brot,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Þannig eru dæmi um að börn og ungmenni undir átján ára hafi verið nýtt sem burðardýr og flutt inn mikið magn fíkniefna til landsins. „Svo erum við einnig að sjá börn og ungmenni, aðallega fimmtán til átján ára, sem eru hagnýtt af brotahópum í þá sölu og dreifingu fíkniefna,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Hún segir mál sem þessi koma á borð lögreglu sífellt oftar og vera orðin þó nokkur á ári. Þá herja skipulagðir glæpahópar í meira mæli á um umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. „Flestir í mjög viðkvæmri stöðu og það er verið að sækja í þau brotahóparnir. Meðal annars í því að hafa af þeim þá þjónustu sem við erum að veita þegar að einstaklingur kemur og óskar eftir vernd hér. Það er verið að stela af þeim fjármununum. Það eru í raun engin mörk á því hvað brotahópunum dettur í hug að nota til að styrkja sína starfsemi,“ segir Karl Steinar. Um sé að ræða tuttugu hópa sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Þeir sem standa að þeim séu á öllum aldri og bæði Íslendingar og útlendingar. „Kannski er það eitthvað í þjóðarsálinni að við erum alltaf að leita að einhverri einfaldri skýringu og þetta er ein skýringin sem að við heyrum mjög oft að þetta séu allt útlendingar. Það er bara rangt. Það er ekki þannig en einhverjir kannski vilja trúa því.“ Mikilvægt sé að taka hart á málum sem snúa að skipulagðri brotastarfsemi. „Ég hef áhyggjur af þessari þróun sem við erum að sjá núna og ég hef áhyggjur af þessu vaxandi ofbeldi en ég er alveg sannfærður um það að við eigum að geta tekist á við það og það í rauninni er kannski ákallið sem við erum með í þessari skýrslu. Við verðum að stíga fast til jarðar.“ Lögreglan Fíkn Hælisleitendur Innflytjendamál Öryggis- og varnarmál Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Í skýrslu sem embætti ríkislögreglustjóra birti í dag kemur fram að skipulögðum glæpahópum á Íslandi hefur fjölgað um helming á síðasta áratug. Þá hafa þessir hópar fest sig í sessi í íslensku samfélagi. „Það er meiri ofbeldisbeiting. Sú breyting sem er að koma þarna fram er til dæmis hvernig þeir eru að athafna sig. Það er til dæmis að þeir eru að sækjast í ungmenni og ungmenni eru fengin til að fremja brot,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Þannig eru dæmi um að börn og ungmenni undir átján ára hafi verið nýtt sem burðardýr og flutt inn mikið magn fíkniefna til landsins. „Svo erum við einnig að sjá börn og ungmenni, aðallega fimmtán til átján ára, sem eru hagnýtt af brotahópum í þá sölu og dreifingu fíkniefna,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra Hún segir mál sem þessi koma á borð lögreglu sífellt oftar og vera orðin þó nokkur á ári. Þá herja skipulagðir glæpahópar í meira mæli á um umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. „Flestir í mjög viðkvæmri stöðu og það er verið að sækja í þau brotahóparnir. Meðal annars í því að hafa af þeim þá þjónustu sem við erum að veita þegar að einstaklingur kemur og óskar eftir vernd hér. Það er verið að stela af þeim fjármununum. Það eru í raun engin mörk á því hvað brotahópunum dettur í hug að nota til að styrkja sína starfsemi,“ segir Karl Steinar. Um sé að ræða tuttugu hópa sem stunda skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Þeir sem standa að þeim séu á öllum aldri og bæði Íslendingar og útlendingar. „Kannski er það eitthvað í þjóðarsálinni að við erum alltaf að leita að einhverri einfaldri skýringu og þetta er ein skýringin sem að við heyrum mjög oft að þetta séu allt útlendingar. Það er bara rangt. Það er ekki þannig en einhverjir kannski vilja trúa því.“ Mikilvægt sé að taka hart á málum sem snúa að skipulagðri brotastarfsemi. „Ég hef áhyggjur af þessari þróun sem við erum að sjá núna og ég hef áhyggjur af þessu vaxandi ofbeldi en ég er alveg sannfærður um það að við eigum að geta tekist á við það og það í rauninni er kannski ákallið sem við erum með í þessari skýrslu. Við verðum að stíga fast til jarðar.“
Lögreglan Fíkn Hælisleitendur Innflytjendamál Öryggis- og varnarmál Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira