„Síðasta þrenna hjá mér kom sennilega í fimmta flokki“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. mars 2023 18:45 Aron Einar Gunnarsson fagnaði þrennunni með liðsfélögum sínum Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var kátur með sjö marka sigur á Liechtenstein. Aron skoraði þrennu og var léttur í svörum eftir leik. Klippa: Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein „Við vorum staðráðnir í að bæta upp fyrir þennan leik gegn Bosníu. Það vantar stöðugleika í þennan hóp og mér fannst við stíga upp í dag. Allir sem einn, við vorum á tánum og hleyptum þeim ekki í neinar varnarfærslur þar sem við færðum boltann hratt á milli kanta og opnuðum þá vel og ég var sáttur með hvernig við brugðumst við tapinu í síðasta leik gegn Bosníu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Aron viðurkenndi að hann ætlaði sér að skora þriðja markið eftir að hann hafði skorað tvö mörk og þakkaði Andra Lucas Guðjohnsen fyrir að hafa fiskað víti. „Ég ætlaði í þrennuna, ég sá skotið fyrir mér liggja inni. Ég þakka Andra [Lucas Guðjohnsen] fyrir að hafa gefið mér boltann í vítinu. Þetta var held ég fyrsta þrennan mín í meistaraflokki. Ég var ánægður með að hafa getað hjálpað liðinu hvort sem það sé í vörn eða sókn. Þetta snýst um liðið sjálft og ég var ánægður með að hafa getað hjálpað“ Aron sagði að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann skorar þrennu í meistaraflokki en á ferlinum gerðist það seinast í fimmta flokki. Aron tók laglegt víti en ætlaði að leyfa framherjunum að taka næstu víti. „Síðasta þrennan mín var sennilega í fimmta flokki. Ég fæ aldrei að taka víti og ég læt framherjana sjá um það. Ég efast um að fá að taka fleiri víti en ég kláraði þrennuna með marki úr vítaspyrnu og það var mikilvægt.“ Aron var fljótur að svara aðspurður hvað 0-7 sigur gegn Liechtenstein gefur liðinu. „Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust. Við vissum að þeir yrðu þreyttir eftir síðasta leik gegn Portúgal þannig við keyrðum á þá sem gekk vel og við opnuðum þá út á köntunum og leyfðum boltanum að fljóta vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust upp á framhaldið. Við getum tekið ýmislegt út úr Bosníu leiknum sem við þurfum að bæta og fullt jákvætt út úr þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Klippa: Aron Einar Gunnarsson eftir sigurinn gegn Liechtenstein „Við vorum staðráðnir í að bæta upp fyrir þennan leik gegn Bosníu. Það vantar stöðugleika í þennan hóp og mér fannst við stíga upp í dag. Allir sem einn, við vorum á tánum og hleyptum þeim ekki í neinar varnarfærslur þar sem við færðum boltann hratt á milli kanta og opnuðum þá vel og ég var sáttur með hvernig við brugðumst við tapinu í síðasta leik gegn Bosníu,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Aron viðurkenndi að hann ætlaði sér að skora þriðja markið eftir að hann hafði skorað tvö mörk og þakkaði Andra Lucas Guðjohnsen fyrir að hafa fiskað víti. „Ég ætlaði í þrennuna, ég sá skotið fyrir mér liggja inni. Ég þakka Andra [Lucas Guðjohnsen] fyrir að hafa gefið mér boltann í vítinu. Þetta var held ég fyrsta þrennan mín í meistaraflokki. Ég var ánægður með að hafa getað hjálpað liðinu hvort sem það sé í vörn eða sókn. Þetta snýst um liðið sjálft og ég var ánægður með að hafa getað hjálpað“ Aron sagði að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann skorar þrennu í meistaraflokki en á ferlinum gerðist það seinast í fimmta flokki. Aron tók laglegt víti en ætlaði að leyfa framherjunum að taka næstu víti. „Síðasta þrennan mín var sennilega í fimmta flokki. Ég fæ aldrei að taka víti og ég læt framherjana sjá um það. Ég efast um að fá að taka fleiri víti en ég kláraði þrennuna með marki úr vítaspyrnu og það var mikilvægt.“ Aron var fljótur að svara aðspurður hvað 0-7 sigur gegn Liechtenstein gefur liðinu. „Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust. Við vissum að þeir yrðu þreyttir eftir síðasta leik gegn Portúgal þannig við keyrðum á þá sem gekk vel og við opnuðum þá út á köntunum og leyfðum boltanum að fljóta vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust upp á framhaldið. Við getum tekið ýmislegt út úr Bosníu leiknum sem við þurfum að bæta og fullt jákvætt út úr þessum leik,“ sagði Aron Einar Gunnarsson að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira