Sport

Dagskráin í dag: Lokasprettur í Olís- og Subway-deildunum og undanúrslit í Lengjubikar kvenna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Julio De Assis verður í eldlínunni með Blikum í kvöld.
Julio De Assis verður í eldlínunni með Blikum í kvöld. Vísir/Bára

Það verður sýnt beint frá öllum þremur stærstu boltaíþróttunum á íþróttarásum Stöðvar 2 í kvöld. Deildakeppnin í Olís- og Subway-deildunum er að renna sitt skeið en fótboltinn að fara á fullt.

Stöð 2 Sport

Hörður Unnsteinsson ásamt sérfræðingum mun fara yfir síðustu umferð í Subway-deild kvenna í körfubolta klukkan 17:00 í þættinum Subway Körfuboltakvöld en heil umferð fór fram í gærkvöldi. Klukkan 18:05 verður sýnt beint frá áhugaverðum leik Breiðabliks og Hattar í Subway-deild karla.

Með sigri nær Höttur að jafna Blika að stigum í deildinni og halda í vonir sínar um sæti í úrslitakeppni.

Klukkan 20:05 færum við okkur síðan yfir til Grindavíkur þar sem heimamenn taka á móti Haukum í Subway-deild karla. Grindvíkingar hafa unnið þrjá leiki í röð og sitja í sjötta sæti en Haukar eru í baráttu við Keflvíkinga um þriðja sæti deildarinnar.

Klukkan 22:00 verða Tilþrifin síðan á dagskrá þar sem Kjartan Atli fer yfir leiki kvöldsins ásamt sérfræðingi.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 22:00 hefst bein útsending frá Drive On mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17:20 hefst bein útsending frá leik Breiðabliks og Þór/KA í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli en sæti í úrslitaleik er í húfi.

Klukkan 19:20 er svo komið að leik í Olís-deild karla í handknattleik. Haukar taka þá á móti Gróttu í mikilvægum leik en Seltirningar þurfa sigur til að halda í vonir sínar um sæti í úrslitakeppninni. Liðin eru í 8. og 9. sæti deildarinnar en Haukar fjórum stigum á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×