Stálheppinn eftir að hafa verið með skemmt eista í fjögur ár Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. mars 2023 21:21 Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins. aðsend Steinar B. Aðalbjörnsson, starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist stálheppinn að hafa haft betur í baráttu við krabbamein í eista. Hann beið með að láta rannsaka „skemmt“ eistað í fjögur ár frá því að hann fór fyrst að finna fyrir einkennum. Grein Steinars, sem hann birti á Vísi í dag, hefur vakið mikla athygli. Þar rekur hann sögu krabbameinsins sem greindist í eista hans árið 2000, en fjórum árum áður fann hann fyrir fyrstu einkennum, eftir að bolta var sparkað í pung hans í knattspyrnuleik. „Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Þar kemur í ljós að hvítu blóðkornin í alltof miklu magni og ég fæ sýklalyf. Svo kem ég aftur að viku liðinni og þá er allt miklu betra en samt ekki 100 prósent. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins,“ segir Steinar sem ræddi baráttu sína við krabbamein í Reykjavík síðdegis í dag: Stefán hafi því hummað fram af sér einkennin. Skilaboð Krabbameinsfélagsins í Mottumars í ár eru einmitt að humma ekki af sér heilsuna. „Þarna kemur hummarinn inn í okkur köllunum. Læknirinn hefði alveg eins getað sagt: þú þarft ekki að koma aftur. Við erum svo duglegir að hugsa: nei, nei, þetta fer bara! “ Þannig hafi staðan verið í fjögur ár hjá Steinari. Ýmislegt gerir vart við sig; skrítið hafi verið að setjast niður og stunda kynlíf, sem og koma við eistað sem hafi verið viðkvæmt. „Svo sest ég í sófann heima í stofunni á einhverja misfellu og fæ svona svakalegan sting í klofið, hélt að fjögurra ára dóttir mín hafi skilið þar eitthvað oddhvasst eftir. Ég hugsaði með mér að eitthvað mikið væri að og fer til læknis daginn eftir. Hann sendir mig til annars læknis sem sónar eistað og er full beinskeyttur fyrir minn smekk og segir: þetta er bara krabbamein, ég hef séð þetta margoft.“ Hann hafi leitað álits hjá öðrum læknum sem komust að sömu niðurstöðu. „Ég var kominn í aðgerð örfáum dögum seinna,“ segir Steinar en þá tók biðin við. „Er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja?“ Steinar var hins vegar heppinn að hafa ekki fengið neitt í bakið eftir að hafa beðið svo lengi og hummað fram af sér einkennin. „Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi.“ Vefsíða Krabbameinsfélagsins. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Grein Steinars, sem hann birti á Vísi í dag, hefur vakið mikla athygli. Þar rekur hann sögu krabbameinsins sem greindist í eista hans árið 2000, en fjórum árum áður fann hann fyrir fyrstu einkennum, eftir að bolta var sparkað í pung hans í knattspyrnuleik. „Daginn eftir er mikill sársauki. Ég fer til læknis sem lætur mig pissa í glas. Þar kemur í ljós að hvítu blóðkornin í alltof miklu magni og ég fæ sýklalyf. Svo kem ég aftur að viku liðinni og þá er allt miklu betra en samt ekki 100 prósent. Skilaboðin sem ég fæ eru að koma aftur eftir 2 vikur ef einkennin eru ekki algerlega farin. Einkennin fara eiginlega aldrei. Ég fer samt ekki aftur til læknisins,“ segir Steinar sem ræddi baráttu sína við krabbamein í Reykjavík síðdegis í dag: Stefán hafi því hummað fram af sér einkennin. Skilaboð Krabbameinsfélagsins í Mottumars í ár eru einmitt að humma ekki af sér heilsuna. „Þarna kemur hummarinn inn í okkur köllunum. Læknirinn hefði alveg eins getað sagt: þú þarft ekki að koma aftur. Við erum svo duglegir að hugsa: nei, nei, þetta fer bara! “ Þannig hafi staðan verið í fjögur ár hjá Steinari. Ýmislegt gerir vart við sig; skrítið hafi verið að setjast niður og stunda kynlíf, sem og koma við eistað sem hafi verið viðkvæmt. „Svo sest ég í sófann heima í stofunni á einhverja misfellu og fæ svona svakalegan sting í klofið, hélt að fjögurra ára dóttir mín hafi skilið þar eitthvað oddhvasst eftir. Ég hugsaði með mér að eitthvað mikið væri að og fer til læknis daginn eftir. Hann sendir mig til annars læknis sem sónar eistað og er full beinskeyttur fyrir minn smekk og segir: þetta er bara krabbamein, ég hef séð þetta margoft.“ Hann hafi leitað álits hjá öðrum læknum sem komust að sömu niðurstöðu. „Ég var kominn í aðgerð örfáum dögum seinna,“ segir Steinar en þá tók biðin við. „Er þetta illkynja? Það þarf að skoða það. Er þetta búið að dreifa sér? Það er möguleiki að mati læknanna vegna þess hversu lengi ég hef hummað greinileg einkenni fram af mér. Það þarf líka að skoða það. Er ég að fara að deyja?“ Steinar var hins vegar heppinn að hafa ekki fengið neitt í bakið eftir að hafa beðið svo lengi og hummað fram af sér einkennin. „Ef þú ert með einkenni, ekki vera sami kjáni og ég var. Tölfræðin er með okkur ef við erum meðvitaðir um hvaða einkenni geta bent til krabbameins og látum kíkja á okkur ef líðanin er önnur en venjulega, hún er án skýrra orsaka og viðvarandi.“ Vefsíða Krabbameinsfélagsins.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira