Egill Ólafs heiðraður á Hlustendaverðlaununum Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2023 10:53 Egill Ólafsson sendi myndbandskveðju á Hlustendaverðlaununum. Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson var heiðraður á Hlustendaverðlaununum í gær. Ólafur Egilsson, sonur Egils, tók við verðlaununum og sýndi myndbandskveðju frá Agli þar sem hann þakkaði fyrir sig. Eftir það tóku Eyþór Ingi, Babies og Diddú lagasyrpu á verðlaununum Agli til heiðurs. Er hann tók við verðlaunum sagði Ólafur meðal annars frá því þegar hann var á Akureyri á bar og „utanbæjarmaður“ gekk upp að honum og spurði hvort hann væri sonur Egils. „Já,“ svaraði Ólafur. „Heldur þú að þú sért eitthvað merkilegur?“ mun maðurinn hafa spurt og svaraði Ólafur: „Nei.“ „Nei, þegi þú þá,“ segir Ólafur að maðurinn hafi sagt. Að öðru leyti sagðist Ólafur bara hafa tekið við hlýju frá fólki og sagði það heiður. Því næst las Ólafur kveðju frá föður sínum. „Góð músík ber okkur til hæðanna á vængjum sínum. Við skynjum og skiljum stærra samhengi, æðri víddir, meira samræmi, jafnvel tilgang manna. Um leið er hún eins og tær bunulækur. Okkur þyrstir sífellt í meira. Að svo mæltu langar mig að þakka fyrir mig um leið og ég þakka fyrir ykkar þarfa framtak að spila endrum og sinnum góða músík. Því þannig lærum við að skilja hismið frá kjarnanum. Höfum það laggott, gæti verið nýtt slógan fyrir útvarp sem spilar góða músík.“ Verðlaunaafhendinguna, kveðjuna og lagasyrpuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Egill Ólafsson heiðraður á Hlustendaverðlaununum Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Eftir það tóku Eyþór Ingi, Babies og Diddú lagasyrpu á verðlaununum Agli til heiðurs. Er hann tók við verðlaunum sagði Ólafur meðal annars frá því þegar hann var á Akureyri á bar og „utanbæjarmaður“ gekk upp að honum og spurði hvort hann væri sonur Egils. „Já,“ svaraði Ólafur. „Heldur þú að þú sért eitthvað merkilegur?“ mun maðurinn hafa spurt og svaraði Ólafur: „Nei.“ „Nei, þegi þú þá,“ segir Ólafur að maðurinn hafi sagt. Að öðru leyti sagðist Ólafur bara hafa tekið við hlýju frá fólki og sagði það heiður. Því næst las Ólafur kveðju frá föður sínum. „Góð músík ber okkur til hæðanna á vængjum sínum. Við skynjum og skiljum stærra samhengi, æðri víddir, meira samræmi, jafnvel tilgang manna. Um leið er hún eins og tær bunulækur. Okkur þyrstir sífellt í meira. Að svo mæltu langar mig að þakka fyrir mig um leið og ég þakka fyrir ykkar þarfa framtak að spila endrum og sinnum góða músík. Því þannig lærum við að skilja hismið frá kjarnanum. Höfum það laggott, gæti verið nýtt slógan fyrir útvarp sem spilar góða músík.“ Verðlaunaafhendinguna, kveðjuna og lagasyrpuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Egill Ólafsson heiðraður á Hlustendaverðlaununum
Hlustendaverðlaunin Tónlist Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“