Rodgers mætti í Youtube þátt Pat McAfee í gær og gaf þar loksins eitthvað bitastætt um hvar hans framtíð liggi.
Rodgers hefur verið að huga sig um í nokkra mánuði en hann er enn á samningi hjá Green Bay Packers. Kappinn hefur hótað því að hætta en það er alla vegna ljóst að hann verður ekki áfram hjá Packers.
Breaking: Aaron Rodgers says he intends to play for the Jets next season, and that New York and Green Bay just need to work out trade compensation.
— ESPN (@espn) March 15, 2023
(via @PatMcAfeeShow) pic.twitter.com/CW0MJykeuC
Rodgers sagði frá því í þættinum í gær að hann vilji spila með New York Jets liðinu á næstu leiktíð en að Jets og Packers séu nú að komast að samkomulagi um leikmannaskipti.
Rodgers er orðinn 39 ára gamall og var launahæsti leikstjórnandi NFL-deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann hefur spilað í átján ár hjá Packers liðinu.
Hann hefur fjórum sinnum verið valinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar en vann sinn eina meistaratitil fyrir meira en áratug síðan.
Rodgers hitti forráðamenn Jets í Kaliforníu í síðustu viku. Hann sagðist í gær vera búinn að taka ákvörðun en liðin þyrftu bara að klára það sem þyrfti að klára.
„Síðan á föstudaginn var þá hef ég verið með það á kristaltæru að ég vilji spila á næsta tímabili og að ég ætli mér að spila fyrir New York Jets,“ sagði Aaron Rodgers í þætti Pat McAfee.
Aaron Rodgers says that he wants to play for the New York Jets pic.twitter.com/xsbfOdDCjA
— ESPN (@espn) March 15, 2023