Ísland í keppni við þá bestu í heimi í sumar Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2023 14:00 Vitor Charrua gæti verið á leið á heimsbikarmótið í pílukasti í sumar fyrir Íslands hönd. Stöð 2 Sport Ísland verður í fyrsta sinn með lið á heimsbikarmótinu í pílukasti sem fram fer í Frankfurt í Þýskalandi í sumar, dagana 15.-18. júní. Margir af fremstu pílukösturum heims keppa á mótinu en Ástralía á titil að verja eftir að Damon Heta og Simon Whitlock fögnuðu sigri gegn Gerwyn Price og Jonny Clayton frá Wales í úrslitaleik í fyrra. Verðlaunafé á mótinu nemur 450.000 pundum, jafnvirði rúmlega 75 milljóna króna, og fær sigurliðið jafnvirði 13,5 milljóna króna í sinn hlut. Ísland komst inn á mótið eftir ákvörðun um að fjölga liðum úr 32 í 40. Auk Íslands koma Úkraína og Barein í fyrsta sinn inn á mótið. Mótið hefst á riðlakeppni þar sem fjögur bestu liðin sitja hjá en hinum 36 liðunum verður skipt í tólf þriggja liða riðla, þar sem eitt lið mun komast upp úr hverjum riðli í 16-liða úrslitin. Þjóðirnar sem sitja hjá eru England (Michael Smit og Rob Cross), Holland (Michael van Gerwen og Danny Noppert), Wales (Gerwyn Price og Jonny Clayton) og Skotland (Peter Wright og Gary Anderson). Tveir bestu pílukastarar frá hverri þátttökuþjóð fá boð á mótið og að þessu sinni verður aðeins keppt í tvímenningsleikjum. Staðfest verður 5. júní hvaða tveir pílukastarar fara fyrir Íslands hönd. Pílukast Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Sjá meira
Margir af fremstu pílukösturum heims keppa á mótinu en Ástralía á titil að verja eftir að Damon Heta og Simon Whitlock fögnuðu sigri gegn Gerwyn Price og Jonny Clayton frá Wales í úrslitaleik í fyrra. Verðlaunafé á mótinu nemur 450.000 pundum, jafnvirði rúmlega 75 milljóna króna, og fær sigurliðið jafnvirði 13,5 milljóna króna í sinn hlut. Ísland komst inn á mótið eftir ákvörðun um að fjölga liðum úr 32 í 40. Auk Íslands koma Úkraína og Barein í fyrsta sinn inn á mótið. Mótið hefst á riðlakeppni þar sem fjögur bestu liðin sitja hjá en hinum 36 liðunum verður skipt í tólf þriggja liða riðla, þar sem eitt lið mun komast upp úr hverjum riðli í 16-liða úrslitin. Þjóðirnar sem sitja hjá eru England (Michael Smit og Rob Cross), Holland (Michael van Gerwen og Danny Noppert), Wales (Gerwyn Price og Jonny Clayton) og Skotland (Peter Wright og Gary Anderson). Tveir bestu pílukastarar frá hverri þátttökuþjóð fá boð á mótið og að þessu sinni verður aðeins keppt í tvímenningsleikjum. Staðfest verður 5. júní hvaða tveir pílukastarar fara fyrir Íslands hönd.
Pílukast Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Sjá meira