Haraldur gefur út tónlistarmyndband Máni Snær Þorláksson skrifar 9. mars 2023 13:19 Haraldur Þorleifsson gaf í dag út tónlistarmyndband. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, gaf í dag út tónlistarmyndband lagið Almost over you undir listamannanafninu Önnu Jónu son. Um er að ræða fyrstu smáskífuna af komandi plötu Önnu Jónu son sem væntanleg er síðar á þessu ári. Listamannanafnið kemur frá móður Haraldar sem lést þegar hann var ellefu ára gamall. „Haraldur hefur átt erfitt með að finna leið fram á við og öðlast sjálfstraust sem listamaður,“ segir í lýsingu við tónlistarmyndbandið sem birt var á YouTube í dag. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=7SwvVG3jcII">watch on YouTube</a> „Með því að nota nafn móður sinnar notar hann minningu hennar, ást, stuðning, og uppeldi til að skýla sér frá öllum efasemdum og ótta við gagnrýni.“ Þá segir að lagið fjalli um að finna leið úr myrkrinu eftir langa nótt. Lagið fjalli um von og möguleika á betri framtíð. Tónlistarmyndbandið var tekið upp á írönsku eyjunni Qeshm á sama tíma og íranskar konur börðust fyrir réttindum sínum víðs vegar í landinu. Myndbandinu er leikstýrt af íranska leikstjóranum Ali Asgari. Stoltur en feiminn Haraldur sagði fyrr í dag að von væri á tilkynningu frá honum í dag. Hann sagði að tilkynningin myndi ekki snúast um ritdeilu sína við Elon Musk sem vakti mikla athygli fyrr í vikunni. Hins vegar væri um eitthvað persónulegt að ræða sem hann væri feiminn með. „Þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera vinna að í langan tíma og ég er stoltur af þessu en líka feiminn með þetta,“ sagði Haraldur á Twitter. Tónlist Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Um er að ræða fyrstu smáskífuna af komandi plötu Önnu Jónu son sem væntanleg er síðar á þessu ári. Listamannanafnið kemur frá móður Haraldar sem lést þegar hann var ellefu ára gamall. „Haraldur hefur átt erfitt með að finna leið fram á við og öðlast sjálfstraust sem listamaður,“ segir í lýsingu við tónlistarmyndbandið sem birt var á YouTube í dag. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=7SwvVG3jcII">watch on YouTube</a> „Með því að nota nafn móður sinnar notar hann minningu hennar, ást, stuðning, og uppeldi til að skýla sér frá öllum efasemdum og ótta við gagnrýni.“ Þá segir að lagið fjalli um að finna leið úr myrkrinu eftir langa nótt. Lagið fjalli um von og möguleika á betri framtíð. Tónlistarmyndbandið var tekið upp á írönsku eyjunni Qeshm á sama tíma og íranskar konur börðust fyrir réttindum sínum víðs vegar í landinu. Myndbandinu er leikstýrt af íranska leikstjóranum Ali Asgari. Stoltur en feiminn Haraldur sagði fyrr í dag að von væri á tilkynningu frá honum í dag. Hann sagði að tilkynningin myndi ekki snúast um ritdeilu sína við Elon Musk sem vakti mikla athygli fyrr í vikunni. Hins vegar væri um eitthvað persónulegt að ræða sem hann væri feiminn með. „Þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera vinna að í langan tíma og ég er stoltur af þessu en líka feiminn með þetta,“ sagði Haraldur á Twitter.
Tónlist Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira