Sport

Sara: Stelpur, ekki skammast ykkar fyrir að vera sterkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir vildi hvetja aðrar konur til dáða á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Sara Sigmundsdóttir vildi hvetja aðrar konur til dáða á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Instagram/@sarasigmunds

Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur gengið í gegnum margt á sínum ferli og mótlæti sem myndi buga marga. Sara er samt hvergi banginn og heldur ótróð áfram að reyna að drauma sína rætast.

Sara er tilbúin að prófa nýja hluti og hefur blómstrað á mörgum sviðum fyrir utan CrossFit íþróttina. Hún hefur stundað nám með atvinnumennskunni og gert góða hluti sem fatahönnuður. Þá hefur hún verið óhrædd að prófa nýja hluti eins og að læra það að verða flugmaður.

Sara ákvað að nota alþjóðlegan baráttudag kvenna til að senda sterk skilaboð til allra stelpnanna þarna úti.

„Mín skilaboð til allra stelpna og kvenna þarna úti er að vera ekki hræddar við að prófa eitthvað nýtt. Ef það er eitthvað sem þú vilt prufa, láttu vaða. Það eru aldrei mistök að prófa eitthvað nýtt,“ skrifaði Sara og birti með myndband.

„Ég hef alltaf verið mjög sterk síðan ég var lítil. Ég skammaðist mín fyrir að vera sterk af því að ég var stelpa,“ sagði Sara í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.

„Ef ég fengi tækifæri til að segja ungri sjálfri mér eitthvað þá væri það þetta: Þú ert einstök og taktu því fagnandi. Allir hafa sýna kosti og þinn er styrkur. Það hefur heldur betur borgað sig fyrir þig í framtíðinni sem þú bjóst aldrei við,“ sagði Sara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×