Enski boltinn

Svona litu ensku blöðin út í morgun: Sjö og helvíti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar sjötta marki Liverpool og öðru marki sínu í leiknum á Anfield í gær.
Mohamed Salah fagnar sjötta marki Liverpool og öðru marki sínu í leiknum á Anfield í gær. AP/Peter Byrne

Sögulegur stórsigur Liverpool á Manchester United átti auðvitað sviðið á forsíðum ensku blaðanna í morgun.

Liverpool vann í gær 7-0 sigur á nýkrýndum deildabikarmeisturum Manchester United sem er stærsta tap United í efstu deild frá því fyrir seinni heimsstyrjöld.

Liverpool keyrði yfir United menn í seinni hálfleik þegar liðið skoraði sex mörk.

Ensku blöðin eru mikið að nota „sjö og helvíti“ í uppslætti sínum eins og sjá má hér fyrir neðan. Það þarf heldur ekki að koma á óvart að myndin af Mohamed Salah að fagna berum að ofan var líka fyrir valinu hjá flest öllum blöðum.

Þarna má sjá útsíður Daily Mirror, The Daily Express, The Times og The Daily Star.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×