„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 18:00 Ólöf Arnalds hefur undanfarið unnið að plötunni Tár í morgunsárið. Aðsend „Maður skilur tónlistina aldrei til fulls og verður þess vegna bara að fikra sig áfram við að búa hana til,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds. Hún stefnir á að halda uppskerutónleika næstkomandi fimmtudag á Húrra. „Ég er með herferð í gangi á Karolina Fund til að hópfjármagna næstu plötuna mína, Tár í morgunsárið, sem verður fimmta sólóplatan mín. Svo verð ég með tónleika á Húrra fimmtudaginn 16. febrúar en það verður degi eftir að söfnuninni lýkur. Vonandi uppskerutónleikar, ef söfnunin gengur upp,“ segir Ólöf og bætir við að hún sé mjög bjartsýn á að það takist. Hér má heyra lagið Englar og Dárar eftir Ólöfu: Ólöf Arnalds hefur gefið frá sér fjórar sólóplötur en frumburður hennar, Við og við, leit dagsins ljós árið 2007. Hún hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og verið tilnefnd til Nordic Music Price. Ólöf hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn og komið þar fram í útvarpi og sjónvarpi. „Þessi plata er búin að fá að malla lengi með mér. Einhverra hluta vegna er ég tilbúin núna að raungera hana.“ Hún segir ferlið hafa gengið frábærlega. „Öll lögin eru samin. Nú er bara að klára að útsetja og taka upp.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Ólafar við lagið Patience frá árinu 2014. Ólöf sækir innblásturinn víða og segist alæta á tónlist. „Það er mjög sjaldan sem mér þykir ekki eitthvað áhugavert við tónlist sem ég heyri. En ég sæki fyrst og fremst innblástur í góð samtöl, vináttu, þögn og ást,“ segir hún að lokum. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég er með herferð í gangi á Karolina Fund til að hópfjármagna næstu plötuna mína, Tár í morgunsárið, sem verður fimmta sólóplatan mín. Svo verð ég með tónleika á Húrra fimmtudaginn 16. febrúar en það verður degi eftir að söfnuninni lýkur. Vonandi uppskerutónleikar, ef söfnunin gengur upp,“ segir Ólöf og bætir við að hún sé mjög bjartsýn á að það takist. Hér má heyra lagið Englar og Dárar eftir Ólöfu: Ólöf Arnalds hefur gefið frá sér fjórar sólóplötur en frumburður hennar, Við og við, leit dagsins ljós árið 2007. Hún hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og verið tilnefnd til Nordic Music Price. Ólöf hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn og komið þar fram í útvarpi og sjónvarpi. „Þessi plata er búin að fá að malla lengi með mér. Einhverra hluta vegna er ég tilbúin núna að raungera hana.“ Hún segir ferlið hafa gengið frábærlega. „Öll lögin eru samin. Nú er bara að klára að útsetja og taka upp.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband Ólafar við lagið Patience frá árinu 2014. Ólöf sækir innblásturinn víða og segist alæta á tónlist. „Það er mjög sjaldan sem mér þykir ekki eitthvað áhugavert við tónlist sem ég heyri. En ég sæki fyrst og fremst innblástur í góð samtöl, vináttu, þögn og ást,“ segir hún að lokum.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira