Eignaðist fjórða barnið og landaði hlutverki í It Ends With Us Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 10:31 Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Blake Lively. Getty/Vittorio Zunino Leikkonan Blake Lively hefur eignast sitt fjórða barn með eiginmanni sínum til tíu ára, leikaranum Ryan Reynolds. Blake tilkynnti um komu barnsins á Instagram í gær, þó á afar lúmskulegan hátt. Í haust tilkynnti parið að von væri á fjórða barninu. Ekki var þó um hefðbundna óléttutilkynningu að ræða, heldur mætti Blake óvænt með óléttukúlu á rauða dregilinn á Forbes viðburði. Í gær birti Blake svo mynd af þeim hjónum frá Super Bowl sunnudeginum og vakti það mikla athygli fylgjenda hennar að óléttukúlan var horfin. Erlendir miðlar á borð við People greindu í kjölfarið frá því að barnið væri fætt. Fyrir eiga Blake og Ryan dæturnar James, Inez og Betty. View this post on Instagram A post shared by Blake Lively (@blakelively) Það er nóg um að vera hjá Blake því nýlega var greint frá því að hún hefði landað hlutverki í kvikmyndinni It Ends With Us. Bókin er byggð á samnefndri metsölubók eftir rithöfundinn Colleen Hoover. Bókin kom út árið 2016 og varð gríðarlega vinsæl meðal ungra kvenna og á samfélagsmiðlinum TikTok. Eftir að greint var frá því að bókin yrði gerð að kvikmynd voru miklar vangaveltur á TikTok um það hver skyldi fara með hlutverk aðalsögupersónunnar Lily Bloom. Rithöfundurinn Colleen Hoover setti því samfélagsmiðla á hliðina þegar hún greindi frá því að Blake Lively færi með aðalhlutverkið og leikarinn Justin Baldoni færi með hlutverk sögupersónunnar Ryle, samhliða því að leikstýra myndinni. Blake er þekktust fyrir það að hafa farið með hlutverk Serenu van der Woodsen í þáttunum Gossip Girl. Þá hefur hún einnig farið með hlutverk í kvikmyndum á borð við Age of Adaline og A Simple Favor. Mótleikari hennar Justin Baldoni gerði garðinn frægan í þáttunum Jane the Virgin. Framleiðsla myndarinnar er ennþá á byrjunarstigi en bjartsýnismenn telja að hún gæti verið væntanleg árið 2024. View this post on Instagram A post shared by Colleen Hoover (@colleenhoover) Ástin og lífið Hollywood Barnalán Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blake Lively á von á fjórða barninu Leikkonan Blake Lively á von á barni númer fjögur með eiginmanni sínum til tíu ára, leikaranum Ryan Reynolds. Lively sýndi heiminum að hún ætti von á barni nú fyrr í dag þegar hún steig á rauða dregilinn á Forbes viðburði. 15. september 2022 21:30 Blake Lively fer yfir lífið sitt í gegnum tískuna Leikkonan og tískugyðjan Blake Lively fór yfir stílinn sinn allt frá árinu 2005 með Vogue og sagði skemmtilegar sögur í tengslum við fötin. Hún vinnur almennt ekki með stílistum og sér um sinn stíl sjálf. 12. maí 2022 13:31 Lively og Reynolds trylltust þegar þau heyrðu rödd dóttur sinnar á tónleikum Taylor Swift Ryan Reynolds og Blake Lively mættu á tónleika Taylor Swift á Gillette vellinum í Boston í gærkvöldi. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Í haust tilkynnti parið að von væri á fjórða barninu. Ekki var þó um hefðbundna óléttutilkynningu að ræða, heldur mætti Blake óvænt með óléttukúlu á rauða dregilinn á Forbes viðburði. Í gær birti Blake svo mynd af þeim hjónum frá Super Bowl sunnudeginum og vakti það mikla athygli fylgjenda hennar að óléttukúlan var horfin. Erlendir miðlar á borð við People greindu í kjölfarið frá því að barnið væri fætt. Fyrir eiga Blake og Ryan dæturnar James, Inez og Betty. View this post on Instagram A post shared by Blake Lively (@blakelively) Það er nóg um að vera hjá Blake því nýlega var greint frá því að hún hefði landað hlutverki í kvikmyndinni It Ends With Us. Bókin er byggð á samnefndri metsölubók eftir rithöfundinn Colleen Hoover. Bókin kom út árið 2016 og varð gríðarlega vinsæl meðal ungra kvenna og á samfélagsmiðlinum TikTok. Eftir að greint var frá því að bókin yrði gerð að kvikmynd voru miklar vangaveltur á TikTok um það hver skyldi fara með hlutverk aðalsögupersónunnar Lily Bloom. Rithöfundurinn Colleen Hoover setti því samfélagsmiðla á hliðina þegar hún greindi frá því að Blake Lively færi með aðalhlutverkið og leikarinn Justin Baldoni færi með hlutverk sögupersónunnar Ryle, samhliða því að leikstýra myndinni. Blake er þekktust fyrir það að hafa farið með hlutverk Serenu van der Woodsen í þáttunum Gossip Girl. Þá hefur hún einnig farið með hlutverk í kvikmyndum á borð við Age of Adaline og A Simple Favor. Mótleikari hennar Justin Baldoni gerði garðinn frægan í þáttunum Jane the Virgin. Framleiðsla myndarinnar er ennþá á byrjunarstigi en bjartsýnismenn telja að hún gæti verið væntanleg árið 2024. View this post on Instagram A post shared by Colleen Hoover (@colleenhoover)
Ástin og lífið Hollywood Barnalán Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blake Lively á von á fjórða barninu Leikkonan Blake Lively á von á barni númer fjögur með eiginmanni sínum til tíu ára, leikaranum Ryan Reynolds. Lively sýndi heiminum að hún ætti von á barni nú fyrr í dag þegar hún steig á rauða dregilinn á Forbes viðburði. 15. september 2022 21:30 Blake Lively fer yfir lífið sitt í gegnum tískuna Leikkonan og tískugyðjan Blake Lively fór yfir stílinn sinn allt frá árinu 2005 með Vogue og sagði skemmtilegar sögur í tengslum við fötin. Hún vinnur almennt ekki með stílistum og sér um sinn stíl sjálf. 12. maí 2022 13:31 Lively og Reynolds trylltust þegar þau heyrðu rödd dóttur sinnar á tónleikum Taylor Swift Ryan Reynolds og Blake Lively mættu á tónleika Taylor Swift á Gillette vellinum í Boston í gærkvöldi. 31. júlí 2018 11:30 Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Blake Lively á von á fjórða barninu Leikkonan Blake Lively á von á barni númer fjögur með eiginmanni sínum til tíu ára, leikaranum Ryan Reynolds. Lively sýndi heiminum að hún ætti von á barni nú fyrr í dag þegar hún steig á rauða dregilinn á Forbes viðburði. 15. september 2022 21:30
Blake Lively fer yfir lífið sitt í gegnum tískuna Leikkonan og tískugyðjan Blake Lively fór yfir stílinn sinn allt frá árinu 2005 með Vogue og sagði skemmtilegar sögur í tengslum við fötin. Hún vinnur almennt ekki með stílistum og sér um sinn stíl sjálf. 12. maí 2022 13:31
Lively og Reynolds trylltust þegar þau heyrðu rödd dóttur sinnar á tónleikum Taylor Swift Ryan Reynolds og Blake Lively mættu á tónleika Taylor Swift á Gillette vellinum í Boston í gærkvöldi. 31. júlí 2018 11:30