Goedert: Súrrealísk tilhugsun að spila í Super Bowl Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2023 09:31 Dallas Goedert ræðir við fjölmiðlamenn á hóteli Philadelphia Eagles rétt utan Phoenix í Arizona. Getty / Rob Carr Innherjinn öflugi Dallas Goedert hjá Philadelphia Eagles segir að hann hafi dreymt um það í langan tíma að fá að spila í Super Bowl. Það sé nú súrrealísk upplifun að nú sé stóra stundin að renna upp - eitthvað sem hann hafði áður aðeins upplifað í gegnum Madden-tölvuleikinn. Goedert spilar stórt hlutverk í sóknarleik Eagles en óhætt er að segja að þegar hann er upp á sitt besta er hann illviðráðanlegur og einn allra besti innherji NFL-deildarinnar. Hann hóf feril sinn í deildinni haustið eftir að Eagles vann síðast meistaratitilinn, í ársbyrjun 2018. Eagles hefur verið eitt allra besta lið deildarinnar á tímabilinu og rúllað yfir andstæðinga sína á leið sinni í Super Bowl. Goedert segist þrátt fyrir allt reyna að nálgast þennan leik líkt og um venjulegan leik væri að ræða. „Þetta er auðvitað mjög sérstakur leikur og hátindur íþróttarinnar. Það verður sjálfsagt taugatitringur fyrir leik en um leið og hann hefst og maður fær fyrsta höggið þá mun ég ná að einbeita mér eingöngu að því sem fer fram innan hvítu línanna á vellinum,“ sagði Goedert í samtali við Vísi á fjölmiðlafundi Philadelphia Eagles á hóteli rétt utan við Phoenix í Arizona-fylki Bandaríkjanna. Klippa: Viðtal við Dallas Goedert Goedert missti af hluta tímabilsins vegna meiðsla í öxl en skilaði engu að síður flottum tölum - alls greip hann 55 sendingar sem skiluðu Eagles rúmlega 700 jördum og þremur snertimörkum. Þá hefur hann bætt við það í úrslitakeppninni alls tíu gripnum sendingum í tveimur leikjum og einu snertimarki - gegn erkifjendunum í New York Giants. En þrátt fyrir að hann ætli, eins og sjálfsagt flestir leikmenn sem taka þátt í leiknum á sunnudag, að nálgast hann líkt og hann væri hver annar leikur þá kemur ýmislegt til sem skekkir þá upplifun. Til dæmis mun stórstjarnan Rihanna troða upp í hálfleik sem þýðir að hléið á milli hálfleikja verður allt að 40 mínútur - mun lengra en vanalega. Slá á létta strengi í löngu hléi Dallas Goedert í leik Eagles gegn New York Giants í síðasta mánuði. Goedert skoraði eitt snertimark í öruggum sigri Philadelphia, 38-7.Getty / Icon Sportswire / Rich Graessle „Óskastaðan væri að vera með boltann í lok fyrri hálfleiks og byrja svo með hann í seinni. Það verða sjálfsagt mikið um tilfinningar inni í búningsklefanum en þá gildir bara að draga andann djúpt. Við félagarnir munum örugglega reyna að slá á létta strengi og hafa gaman,“ sagði hann. Goedert segir það vissulega að það sé ótrúlegt að fá að upplifa bernskudraum svo margra að fá að spila í Super Bowl. „Já, mig hefur dreymt um þetta í langan tíma. Ég spilaði Madden-tölvuleikinn og þegar ég vann titilinn í honum þá vildi ég fá að upplifa þetta sjálfur,“ sagði Goedert léttur í dúr. „Draumurinn minn var alltaf að komast í NFL-deildinni og nú erum við komin að þessum risastóra viðburði. Það er hálf súrrealískt að hugsa til þess. Ég er heppinn að vera kominn í þessar aðstæður og ég vil gera allt sem ég get til að nýta mér þær.“ Super Bowl hefst klukkan 23.30 á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 22.00. NFL Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira
Goedert spilar stórt hlutverk í sóknarleik Eagles en óhætt er að segja að þegar hann er upp á sitt besta er hann illviðráðanlegur og einn allra besti innherji NFL-deildarinnar. Hann hóf feril sinn í deildinni haustið eftir að Eagles vann síðast meistaratitilinn, í ársbyrjun 2018. Eagles hefur verið eitt allra besta lið deildarinnar á tímabilinu og rúllað yfir andstæðinga sína á leið sinni í Super Bowl. Goedert segist þrátt fyrir allt reyna að nálgast þennan leik líkt og um venjulegan leik væri að ræða. „Þetta er auðvitað mjög sérstakur leikur og hátindur íþróttarinnar. Það verður sjálfsagt taugatitringur fyrir leik en um leið og hann hefst og maður fær fyrsta höggið þá mun ég ná að einbeita mér eingöngu að því sem fer fram innan hvítu línanna á vellinum,“ sagði Goedert í samtali við Vísi á fjölmiðlafundi Philadelphia Eagles á hóteli rétt utan við Phoenix í Arizona-fylki Bandaríkjanna. Klippa: Viðtal við Dallas Goedert Goedert missti af hluta tímabilsins vegna meiðsla í öxl en skilaði engu að síður flottum tölum - alls greip hann 55 sendingar sem skiluðu Eagles rúmlega 700 jördum og þremur snertimörkum. Þá hefur hann bætt við það í úrslitakeppninni alls tíu gripnum sendingum í tveimur leikjum og einu snertimarki - gegn erkifjendunum í New York Giants. En þrátt fyrir að hann ætli, eins og sjálfsagt flestir leikmenn sem taka þátt í leiknum á sunnudag, að nálgast hann líkt og hann væri hver annar leikur þá kemur ýmislegt til sem skekkir þá upplifun. Til dæmis mun stórstjarnan Rihanna troða upp í hálfleik sem þýðir að hléið á milli hálfleikja verður allt að 40 mínútur - mun lengra en vanalega. Slá á létta strengi í löngu hléi Dallas Goedert í leik Eagles gegn New York Giants í síðasta mánuði. Goedert skoraði eitt snertimark í öruggum sigri Philadelphia, 38-7.Getty / Icon Sportswire / Rich Graessle „Óskastaðan væri að vera með boltann í lok fyrri hálfleiks og byrja svo með hann í seinni. Það verða sjálfsagt mikið um tilfinningar inni í búningsklefanum en þá gildir bara að draga andann djúpt. Við félagarnir munum örugglega reyna að slá á létta strengi og hafa gaman,“ sagði hann. Goedert segir það vissulega að það sé ótrúlegt að fá að upplifa bernskudraum svo margra að fá að spila í Super Bowl. „Já, mig hefur dreymt um þetta í langan tíma. Ég spilaði Madden-tölvuleikinn og þegar ég vann titilinn í honum þá vildi ég fá að upplifa þetta sjálfur,“ sagði Goedert léttur í dúr. „Draumurinn minn var alltaf að komast í NFL-deildinni og nú erum við komin að þessum risastóra viðburði. Það er hálf súrrealískt að hugsa til þess. Ég er heppinn að vera kominn í þessar aðstæður og ég vil gera allt sem ég get til að nýta mér þær.“ Super Bowl hefst klukkan 23.30 á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 22.00.
NFL Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Sjá meira