Sport

Kolbeinn bætti eigið Íslandsmet um rúma sekúndu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kolbeinn Hörður Gunnarsson stórbætti eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss.
Kolbeinn Hörður Gunnarsson stórbætti eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhúss. Skjaskot/FRÍ

FH-ingurinn Kolbeinn Hörður Gunnarsson stórbætti eigið Íslandsmet er hann kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla innanhús á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í dag.

Mótið fer fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalshöll, en Kolbeinn kom fyrstur í mark á tímanum 21,03 sekúndur. Næstur á eftir Kolbeini var Englendingurinn Lee Thompson á 21,27 sekúndum og Atnhony Vilhjálmur Vilhjálmsson úr Ármanni var þriðji á 22,56 sekúndum.

Eins og áður segir stórbætti Kolbeinn eigið Íslandsmet. Fyrra met hans var 21,21 sekúnda frá árinu 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×