Björgvin Karl þriðji á nýja heimslistanum og Þuríður Erla besta íslenska konan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 11:00 Björgvin Karl Guðmundsson er eins stöðugur og þeir gerast og það hjálpar honum upp í þriðja sæti heimslistans. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er í þriðja sæti á nýja heimslista CrossFit samtakanna sem kynntur var í gær. Í fyrsta sinn í sögunni þá tekur CrossFit saman stöðu fólks á heimslista eins og við þekkjum í íþróttum eins og golfi og tennis. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Þetta er ekki aðeins upp á að vita stöðu besta CrossFit fólks heims hverju sinni heldur mun listinn einnig hafa áhrif á það hve margir komast á heimsleikana frá hverri álfu. Listinn er útbúinn út frá árangri keppenda undanfarin tvö tímabil í öllum hlutum heimsleikanna allt frá opna hlutanum til átta manna úrslitanna, undanúrslitanna og heimsleikanna sjálfra. Ísland á sína flottu fulltrúa á listanum því auk þess að eiga Björgvin Karl í þriðja sætinu þá eru einnig tvær konur inn á topp tuttugu. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslenskra kvenna í sextánda sæti og í næsta sæti á eftir henni situr Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sólveig Sigurðardóttir er síðan í 38. sæti. Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru ekki meðal hundrað efstu á listanum en það dugar Anníe ekki að hafa komist á verðlaunapall á heimsleikunum 2021 því hún skipti yfir í liðakeppnina á síðasta tímabili. Sara missti alveg af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og náði sér ekki á strik í fyrra. Það er því skiljanlegra að hún sé ekki meðal þeirra hundrað efstu í heimi. Björgvin Karl er ekki eini íslenski karlinn á meðal hundrað efstu í heimi því Haraldur Holgersson er í 57. sæti listans. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr frá Ástralíu er efst kvenna á listanum en hún er í barneignarfríi og keppir ekki á 2023 tímabilinu. Önnur er Ungverjinn Laura Horvath er í öðru sæti og þriðja er síðan Mallory O'Brien. Hjá körlunum eru bara tveir fyrir ofan Björgvin Karl. Heimsmeistarinn Justin Medeiros frá Bandaríkjunum er efstur á heimslistanum og annar er Kanadamaðurinn Patrick Vellner. Næstu á eftir BKG er síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik. Hér má sjá efstu hundrað íþróttakonurnar á heimslista kvenna. Hér má sjá efstu hundrað íþróttamennina á heimslista karla. CrossFit Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni þá tekur CrossFit saman stöðu fólks á heimslista eins og við þekkjum í íþróttum eins og golfi og tennis. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Þetta er ekki aðeins upp á að vita stöðu besta CrossFit fólks heims hverju sinni heldur mun listinn einnig hafa áhrif á það hve margir komast á heimsleikana frá hverri álfu. Listinn er útbúinn út frá árangri keppenda undanfarin tvö tímabil í öllum hlutum heimsleikanna allt frá opna hlutanum til átta manna úrslitanna, undanúrslitanna og heimsleikanna sjálfra. Ísland á sína flottu fulltrúa á listanum því auk þess að eiga Björgvin Karl í þriðja sætinu þá eru einnig tvær konur inn á topp tuttugu. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslenskra kvenna í sextánda sæti og í næsta sæti á eftir henni situr Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sólveig Sigurðardóttir er síðan í 38. sæti. Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru ekki meðal hundrað efstu á listanum en það dugar Anníe ekki að hafa komist á verðlaunapall á heimsleikunum 2021 því hún skipti yfir í liðakeppnina á síðasta tímabili. Sara missti alveg af 2021 tímabilinu vegna meiðsla og náði sér ekki á strik í fyrra. Það er því skiljanlegra að hún sé ekki meðal þeirra hundrað efstu í heimi. Björgvin Karl er ekki eini íslenski karlinn á meðal hundrað efstu í heimi því Haraldur Holgersson er í 57. sæti listans. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr frá Ástralíu er efst kvenna á listanum en hún er í barneignarfríi og keppir ekki á 2023 tímabilinu. Önnur er Ungverjinn Laura Horvath er í öðru sæti og þriðja er síðan Mallory O'Brien. Hjá körlunum eru bara tveir fyrir ofan Björgvin Karl. Heimsmeistarinn Justin Medeiros frá Bandaríkjunum er efstur á heimslistanum og annar er Kanadamaðurinn Patrick Vellner. Næstu á eftir BKG er síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik. Hér má sjá efstu hundrað íþróttakonurnar á heimslista kvenna. Hér má sjá efstu hundrað íþróttamennina á heimslista karla.
CrossFit Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Sjá meira