Nýtur aðstoðar Íslendinga við að góma þjóf á flugvellinum á Tenerife Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 16:14 Öll þrjú íslensku flugfélögin, Play, Icelandair og Niceair, fljúga til Aeropuerto Reina Sofia flugvallarins á suðurhluta Tenerife. Getty/EyesWideOpen Harpa Rós Júlíusdóttir hefur síðustu vikur reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Hún segir atvik þegar jólagjöfum var rænt af íslenskri fjölskyldu á flugvellinum hafi verið það sem kom henni af stað. Það hefur færst í aukana að fólk sem ferðast í gegnum flugvöllinn á Tenerife lendi í því að munum úr töskum þeirra sé stolið einhvern tímann á milli þess sem taskan er innrituð og þegar hún er afhent. Í viðtali á útvarpsstöðinni K100 sagði Svali Kaldalóns, einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tenerife ferða, að vandamálið væri að verða algengara eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Tók málin í eigin hendur Harpa Rós Júlíusdóttir starfaði á flugvellinum á Tenerife í sjö ár en býr um þessar mundir á Íslandi. Hún segist hafa tekið fyrst eftir þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Hún þekkir starfsfólk flugvallarins vel, þar á meðal lögregluna. „Ég hugsaði alltaf að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég hélt að einhver annar myndi gera eitthvað en það gerðist aldrei neitt. Síðan um jólin sá ég að það var rænt úr tösku jólagjöfum, jólakortum og peningum. Þá fékk ég bara nóg. Ég hugsaði að ég væri líklegast sú eina sem gæti gert eitthvað í þessu, þannig ég ætla bara að fara að gera það,“ segir Harpa í samtali við fréttastofu. Lögreglan með mann grunaðan Hún segir að hvorki flugvöllurinn né flugfélögin hafi gert neitt sérstakt í málinu, enda ekki neinir fjármunir sem þau eru að tapa á þessu. Hins vegar er lögreglan með málið til rannsóknar. „Þeir eru með mann grunaðan en þá vantar sönnunargögn. Lögreglan er með einhverjar kvittanir um að hann hafi selt vörur til „second-hand“ verslana þar sem hægt er að selja tölvuleiki, skartgripi, ilmvötn og ýmislegt. Þeir eru með sannanir fyrir því að maðurinn hafi selt þennan varning en það eru engar kærur eða neitt frá fórnarlömbum sem hafa misst sína hluti,“ segir Harpa. Hana vantar því upplýsingar frá sem flestum sem hafa lent í þjófnum. Vinurinn tekur við öllum upplýsingum Allar upplýsingar sendir hún á góðan vin sinn í lögreglunni á flugvellinum, myndir, skýrslur og fleira. Sé hægt að bera það sem stolið hefur verið við kvittanir mannsins sé hægt að handtaka hann og ákæra. „Það væri gott að fá myndir af fólki með skartgripina eða úrin. Það er líka mjög mikilvægt að gera lögregluskýrslu og þá helst á ensku. Senda það til mín og þá get ég áframsent það á hann. Þá er hægt að vinna úr því, það eru sjö lögreglumenn að vinna að þessu máli. Þeir eru allir á flugvellinum að reyna að leysa þetta. Það er bara svo erfitt því fólk er ekki að kæra. Þess vegna hefur þetta verið svona svona lengi. Það er kominn tími til að stoppa þetta,“ segir Harpa. Hægt er að hafa samband við Hörpu Rós í gegnum Facebook-síðu hennar. Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Það hefur færst í aukana að fólk sem ferðast í gegnum flugvöllinn á Tenerife lendi í því að munum úr töskum þeirra sé stolið einhvern tímann á milli þess sem taskan er innrituð og þegar hún er afhent. Í viðtali á útvarpsstöðinni K100 sagði Svali Kaldalóns, einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tenerife ferða, að vandamálið væri að verða algengara eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Tók málin í eigin hendur Harpa Rós Júlíusdóttir starfaði á flugvellinum á Tenerife í sjö ár en býr um þessar mundir á Íslandi. Hún segist hafa tekið fyrst eftir þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Hún þekkir starfsfólk flugvallarins vel, þar á meðal lögregluna. „Ég hugsaði alltaf að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég hélt að einhver annar myndi gera eitthvað en það gerðist aldrei neitt. Síðan um jólin sá ég að það var rænt úr tösku jólagjöfum, jólakortum og peningum. Þá fékk ég bara nóg. Ég hugsaði að ég væri líklegast sú eina sem gæti gert eitthvað í þessu, þannig ég ætla bara að fara að gera það,“ segir Harpa í samtali við fréttastofu. Lögreglan með mann grunaðan Hún segir að hvorki flugvöllurinn né flugfélögin hafi gert neitt sérstakt í málinu, enda ekki neinir fjármunir sem þau eru að tapa á þessu. Hins vegar er lögreglan með málið til rannsóknar. „Þeir eru með mann grunaðan en þá vantar sönnunargögn. Lögreglan er með einhverjar kvittanir um að hann hafi selt vörur til „second-hand“ verslana þar sem hægt er að selja tölvuleiki, skartgripi, ilmvötn og ýmislegt. Þeir eru með sannanir fyrir því að maðurinn hafi selt þennan varning en það eru engar kærur eða neitt frá fórnarlömbum sem hafa misst sína hluti,“ segir Harpa. Hana vantar því upplýsingar frá sem flestum sem hafa lent í þjófnum. Vinurinn tekur við öllum upplýsingum Allar upplýsingar sendir hún á góðan vin sinn í lögreglunni á flugvellinum, myndir, skýrslur og fleira. Sé hægt að bera það sem stolið hefur verið við kvittanir mannsins sé hægt að handtaka hann og ákæra. „Það væri gott að fá myndir af fólki með skartgripina eða úrin. Það er líka mjög mikilvægt að gera lögregluskýrslu og þá helst á ensku. Senda það til mín og þá get ég áframsent það á hann. Þá er hægt að vinna úr því, það eru sjö lögreglumenn að vinna að þessu máli. Þeir eru allir á flugvellinum að reyna að leysa þetta. Það er bara svo erfitt því fólk er ekki að kæra. Þess vegna hefur þetta verið svona svona lengi. Það er kominn tími til að stoppa þetta,“ segir Harpa. Hægt er að hafa samband við Hörpu Rós í gegnum Facebook-síðu hennar.
Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Lögreglumál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira