Jaafar Jackson fetar í fótspor frænda í nýrri kvikmynd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:48 Jaafar Jackson mun leika föðurbróður sinn Michael í nýrri kvikmynd um lífshlaup hans. Getty/samsett Hinn 26 ára gamli Jaafar Jackson mun feta í fótspor föðurbróður síns, Michael Jackson, í kvikmynd sem gera á um lífshlaup poppkóngsins. „Til allra aðdáenda hans, um allan heim: Ég sé ykkur fljótlega,“ skrifar Jaafar í tilkynningu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Jaafar Jackson (@jaafarjackson) Kvikmyndin mun bera titilinn Michael og verður leikstýrt af Antoine Fuqua. Fuqua hefur leikstýrt myndunum Training Day og Emancipation. Þá mun Graham King, sem hefur meðal annars komið að framleiðslu myndarinnar Bohemian Rhapsody, framleiða myndina. Michael Jackson skaust upp á stjörnuhimininn sem barn þegar hann var í fjölskylduhljómsveitinni Jackson 5. Á fullorðinsárum reis hann enn hærra og varð einn stærsti tónlistarmaður síns tíma. Stúdíóið sem framleiðir myndina hefur ekki tilkynnt hvort snert verði á fjölmörgum skandölum Jacksons í myndinni. Meðal þeirra eru ásakanir um að hann hafi misnotað börn kynferðislega. Jackson var dreginn fyrir dóm árið 2003 en sýknaður af barnaníði. Jackson lést árið 2009, þá fimmtugur, eftir að hafa fengið of stóran skammt af própófóli. Stúdíóið hefur hins vegar sagt að allar hliðar lífshlaups Jacksons verði til umfjöllunar í myndinni, þar á meðal verði sýnt frá frægustu tónleikum hans. View this post on Instagram A post shared by Prince Jackson (@princejackson) Prince, sonur Jacksons, skrifaði á Instagram eftir að tilkynnt var um leikaravalið að hann gæti ekki verið hamingjusamari með Jaafar. Hollywood Bandaríkin Tónlist Bíó og sjónvarp Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Til allra aðdáenda hans, um allan heim: Ég sé ykkur fljótlega,“ skrifar Jaafar í tilkynningu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Jaafar Jackson (@jaafarjackson) Kvikmyndin mun bera titilinn Michael og verður leikstýrt af Antoine Fuqua. Fuqua hefur leikstýrt myndunum Training Day og Emancipation. Þá mun Graham King, sem hefur meðal annars komið að framleiðslu myndarinnar Bohemian Rhapsody, framleiða myndina. Michael Jackson skaust upp á stjörnuhimininn sem barn þegar hann var í fjölskylduhljómsveitinni Jackson 5. Á fullorðinsárum reis hann enn hærra og varð einn stærsti tónlistarmaður síns tíma. Stúdíóið sem framleiðir myndina hefur ekki tilkynnt hvort snert verði á fjölmörgum skandölum Jacksons í myndinni. Meðal þeirra eru ásakanir um að hann hafi misnotað börn kynferðislega. Jackson var dreginn fyrir dóm árið 2003 en sýknaður af barnaníði. Jackson lést árið 2009, þá fimmtugur, eftir að hafa fengið of stóran skammt af própófóli. Stúdíóið hefur hins vegar sagt að allar hliðar lífshlaups Jacksons verði til umfjöllunar í myndinni, þar á meðal verði sýnt frá frægustu tónleikum hans. View this post on Instagram A post shared by Prince Jackson (@princejackson) Prince, sonur Jacksons, skrifaði á Instagram eftir að tilkynnt var um leikaravalið að hann gæti ekki verið hamingjusamari með Jaafar.
Hollywood Bandaríkin Tónlist Bíó og sjónvarp Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira