Urðu undir á jöfnum stigum og misstu af tveimur milljónum króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 08:31 Liðsfélagarnir Mal O´Brien, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir sem urðu að sætta sig við annað sætið þrátt fyrir að fá jafnmörg stig og sigurvegararnir. Instagram/@katrintanja Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir misstu ekki aðeins af fyrsta sætinu á grátlegan hátt á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami um síðustu helgi heldur töpuðu þær líka stórum fjárhæðum á því. Anníe Mist og Katrín Tanja kepptu þarna í fyrsta sinn saman í liði á stórmóti erlendis og stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Liðsfélagi þeirra var silfurhafi síðustu heimsleika eða ungstirnið Mal O'Brien. Þegar upp var staðið þá endaði lið þeirra, sem bar nafnið Dóttir, með jafnmörg stig og liðið með CrossFit-stjörnurnar Laura Horvath, Jamie Simmonds og Gabi Migala innanborðs en þær skírðu sig BPN liðið. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Bæði lið voru með 691 stig þegar upp var staðið en þar sem BPN hafði unnið fleiri greinar í keppninni þá endaði það í efsta sætinu. Þó að það hafi munað svona litlu þá breytti það engu með skiptingu verðlaunafésins og þar munaði mjög miklu á fyrsta og öðru sæti. Alls var verðlaunaféð á Wodapalooza til samans fimm hundruð þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 72 milljónir króna og Morning Chalk Up vefurinn hefur nú farið yfir skiptingu þess. Liðið sem vann liðakeppnina fékk þrjátíu þúsund dali eða 4,3 milljónir króna en þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja urðu í öðru sætinu þá fengu þær aðeins helminginn af þeirri upphæð eða fimmtán þúsund dali. Það jafngildir 2,1 milljón króna. Okkar konur misstu því af rúmum tveimur milljónum króna þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum í hús og sigurvegararnir. Þau Paige Powers og Ricky Garard sem unnu einstaklingskeppnina fengu 75 þúsund dali í verðlaunafé eða tæpar 10,8 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir náði sjötta sætunu og fékk fyrir það fimm þúsund Bandaríkjadali eða um 715 þúsund krónur íslenskar. CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Anníe Mist og Katrín Tanja kepptu þarna í fyrsta sinn saman í liði á stórmóti erlendis og stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Liðsfélagi þeirra var silfurhafi síðustu heimsleika eða ungstirnið Mal O'Brien. Þegar upp var staðið þá endaði lið þeirra, sem bar nafnið Dóttir, með jafnmörg stig og liðið með CrossFit-stjörnurnar Laura Horvath, Jamie Simmonds og Gabi Migala innanborðs en þær skírðu sig BPN liðið. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Bæði lið voru með 691 stig þegar upp var staðið en þar sem BPN hafði unnið fleiri greinar í keppninni þá endaði það í efsta sætinu. Þó að það hafi munað svona litlu þá breytti það engu með skiptingu verðlaunafésins og þar munaði mjög miklu á fyrsta og öðru sæti. Alls var verðlaunaféð á Wodapalooza til samans fimm hundruð þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 72 milljónir króna og Morning Chalk Up vefurinn hefur nú farið yfir skiptingu þess. Liðið sem vann liðakeppnina fékk þrjátíu þúsund dali eða 4,3 milljónir króna en þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja urðu í öðru sætinu þá fengu þær aðeins helminginn af þeirri upphæð eða fimmtán þúsund dali. Það jafngildir 2,1 milljón króna. Okkar konur misstu því af rúmum tveimur milljónum króna þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum í hús og sigurvegararnir. Þau Paige Powers og Ricky Garard sem unnu einstaklingskeppnina fengu 75 þúsund dali í verðlaunafé eða tæpar 10,8 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir náði sjötta sætunu og fékk fyrir það fimm þúsund Bandaríkjadali eða um 715 þúsund krónur íslenskar.
CrossFit Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira