Sport

Hamlin út­skrifaður af sjúkra­húsi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Damar Hamlin er kominn heim.
Damar Hamlin er kominn heim. David Rosenblum/Getty Images

Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins gegn Cincinatti Bengals á mánudagskvöldið 2. janúar.

Hinn 24 ára gamli Hamlin hneig niður í fyrsta leikhluta eftir að lenda í samstuði við Tee Higgins, útherja Bengals liðsins. Eftir árekstur þeirra tveggja stóð Hamlin upp áður en hann féll til jarðar að nýju.

Sjúkraliðar og læknar hlupu inn á völlinn þegar ljóst var hversu alvarlegt ástand Hamlin var. Þeir reyndu lífgunartilraunir á vellinum í margar mínútur áður en Hamlin var fluttur með sjúkrabíl á Cincinnati Medical Center- sjúkrahúsið.

Hamlin var endurlífgaður bæði á vellinum og svo aftur á sjúkrahúsinu. Eftir seinni endurlífgunina var ástand Hamlin stöðugt en hann var þó áfram á gjörgæslu. Þaðan hefur hann nú verið útskrifaður sem og af sjúkrahúsinu.

Hvort Hamlin spili í NFL-deildinni að nýju er óráðið en dæmi eru um leikmenn sem koma til baka eftir að lenda í hjartastoppi. Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, er eitt dæmi en hann hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands á EM sumarið 2021.

NFL

Tengdar fréttir

Hamlin vaknaður og spurði strax hvort liðið hefði unnið

Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, er vaknaður eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins gegn Cincinnati Bengals á aðfaranótt þriðjudags. Hann getur tjáð sig með skrifum og spurði strax hvort sínir menn hefðu klárað leikinn með sigri.

Hamlin sýnir framfarir en er ennþá á gjörgæsludeild

Buffalo Bills segja á Twitter-síðu sinni að Damar Hamlin hafi sýnt framfarir eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins aðfaranótt þriðjudags. Hann liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild.

Laus við öndunar­grímuna og hitti liðs­fé­laga gegnum Facetime

Góðar fregnir bárust af Damar Hamlin, varnarmanni Buffalo Bills, sem fór í hjartastopp í leik liðsins við Cincinnati Bengals í NFL-deildinni í vikunni. Hann er farinn að anda sjálfur og því laus við búnað sem aðstoðaði hann við öndun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×