Trommari Modest Mouse látinn eftir glímu við krabbamein Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2023 09:23 Jeremiah Green á sviði með Modest Mouse í Kaliforníu í maí í fyrra. Vísir/EPA Jeremiah Green, trommuleikari bandarísku indírokksveitarinnar Modest Mouse, er látinn, aðeins 45 ára að aldri. Aðeins liðu örfáir dagar á milli þess að sveitin greindi frá því að Green glímdi við krabbamein þar til hann lést. Green var einn af stofnendum Modest Mouse í Issaquah í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna á 10. áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga sveitarinnar eru „Float on“ og „Dashboard“. Sveitin gaf síðast út plötuna „The Golden Casket“ árið 2021, þá fyrstu í sex ár. Fjölskylda Green sagði að banamein hans hefði verið krabbamein en móðir hans greindi frá því um jólin að hann væri með fjórða stigs mein. Hljómsveitin sagði á Instagram-síðu sinni að Green hefði „lagst til hvílu og einfaldlega fjarað út“ á gamlársdag. Isaac Brock, söngvari sveitarinnar, hafði fyrst greint frá veikindum Green aðeins þremur dögum áður. View this post on Instagram A post shared by Modest Mouse (@modestmouse) New York Times segir að Green hafi lýst Johnny Marr, gítarleikara og lagahöfundi bresku sveitarinnar The Smiths, sem einni helstu fyrirmynd sinni í tónlistinni. Marr, sem spilaði um tíma með Modest Mouse, sagði að Green hefði verið „vinur, hljómsveitarfélagi og sköpunarglaðasti tónlistarmaður sem hann hefði kynnst“ í eftirmælum um hann á Twitter. The great Jeremiah Green. My friend, bandmate, and the most creative musician I ever met. pic.twitter.com/38u5Aq0wGB— Johnny Marr (@Johnny_Marr) January 1, 2023 Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Green var einn af stofnendum Modest Mouse í Issaquah í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna á 10. áratug síðustu aldar. Á meðal þekktustu laga sveitarinnar eru „Float on“ og „Dashboard“. Sveitin gaf síðast út plötuna „The Golden Casket“ árið 2021, þá fyrstu í sex ár. Fjölskylda Green sagði að banamein hans hefði verið krabbamein en móðir hans greindi frá því um jólin að hann væri með fjórða stigs mein. Hljómsveitin sagði á Instagram-síðu sinni að Green hefði „lagst til hvílu og einfaldlega fjarað út“ á gamlársdag. Isaac Brock, söngvari sveitarinnar, hafði fyrst greint frá veikindum Green aðeins þremur dögum áður. View this post on Instagram A post shared by Modest Mouse (@modestmouse) New York Times segir að Green hafi lýst Johnny Marr, gítarleikara og lagahöfundi bresku sveitarinnar The Smiths, sem einni helstu fyrirmynd sinni í tónlistinni. Marr, sem spilaði um tíma með Modest Mouse, sagði að Green hefði verið „vinur, hljómsveitarfélagi og sköpunarglaðasti tónlistarmaður sem hann hefði kynnst“ í eftirmælum um hann á Twitter. The great Jeremiah Green. My friend, bandmate, and the most creative musician I ever met. pic.twitter.com/38u5Aq0wGB— Johnny Marr (@Johnny_Marr) January 1, 2023
Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira