Sport

Lappa­lausi bar­daga­maðurinn vann sinn fyrsta bar­daga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zion Clark er frábær bardagamaður þótt að hann sé fótalaus.
Zion Clark er frábær bardagamaður þótt að hann sé fótalaus. Getty/Amy Graves

Zion Clark lætur ekki fötlun sína koma í veg fyrir það að hann stigi inn í búrið til að keppa í blönduðum bardagaíþróttum, MMA.

Clark fæddist án fóta en er engu að síður farinn að keppa í MMA. Fyrsti bardagi hans var um helgina og kappinn vann hann glæsilega. Hinn 25 ára gamli Clark var þarna að keppa við fullfrískan mann en hann lætur ekkert stoppa sig.

Clark barðist við Eugene Murray í Sand Diego og allir dómararnir dæmdu honum sigur 30-27.

Afrekalisti Clark var þegar orðinn langur áður en hann fór inn í búrið til að keppa.

Clark keppti bæði í glímu og í hjólastólakappakstri á síðasta Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó.

Clark á líka þrjú heimsmet en hann er sá fljótasti að hlaupa á tveimur höndum, sá sem hefur gert flestar armbeygjur á þremur mínútur og sá sem hefur hoppað upp á hæsta kassann með því að nota hendurnar.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.