Sport

Flensburg valtaði yfir Kiel | Hákon Daði minnti á sig rétt fyrir landsliðsval

Andri Már Eggertsson skrifar
Hákon Daði skoraði 4 mörk í tapi
Hákon Daði skoraði 4 mörk í tapi Vísir/Getty

Flensburg vann óvæntan stórsigur í þýska handbotlanum er liðið valtaði yfir Kiel 36-23. Kiel var í efsta sæti þýsku deildarinnar fyrir leik. Íslensku landsliðsmennirnir í handbolta voru á sínum stað þegar fjórum leikjum er lokið í þýska handboltanum.

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg, skoraði tvö mörk í stórsigri gegn Kiel 36-23 Kiel hafði sætaskipti við Fuche Berlin sem er komið á toppinn.

 

Guðjón Valur Sigurðsson stýrði Vfl Gummersbach gegn Fuche Berlin sem komst í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir tveggja marka sigur 30-28 á Gummersbach. Hákon Daði Styrmisson minnti á sig rétt fyrir valið á landsliðshópnum sem fer til Svíþjóðar á HM í janúar. Hákon Daði skoraði fjögur mörk. Elliði Snær Vignisson komst einnig á blað og skoraði eitt mark. 

Ýmir Örn Gíslason komst ekki blað þegar Rhein Neckar Löwen vann sex marka sigur á HSG Wetzlar 29-23. Ýmir Örn stóð sína plikt varnarlega og fékk tvær tveggja mínútna brottvísanir. 

Ein umferð er eftir af þýsku deildinni áður en deildin verður sett í pásu þegar HM fer af stað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×