Tónlist

Bylgjan órafmögnuð: Björgvin Halldórs, Svala og Krummi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
bylgjan

Klukkan 20 í kvöld voru sýndir tónleikar með Björgvini Halldórssyni úr tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. BÓ gaf allt í þessa einstöku jólatónleika eins og honum einum er lagið.

Með honum voru börnin hans Svala og Krummi og fleiri tónlistarmenn eins og söngkonan Margrét Eir. Klukkan 20 í kvöld voru tónleikarnir sýndir og teknir upp í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

Hægt er að horfa á upptöku af tónleikunum hér að neðan. 

Glæsileg tónleikaröð

Tónleikarnir í kvöld voru þeir síðustu í röðinni í Bylgjan órafmögnuð þetta árið. Búið er að sýna tónleika með Jóni Jónssyni, Mugison, Bjartmari og Bergrisunum, Sycamore Tree og GDRN og Magnúsi Jóhanni. Hér að neðan má sjá dagskrá tónleikaraðarinnar og horfa á upptökurnar. 

3. nóvember: Jón Jónsson

10. nóvember: Mugison

17. nóvember: Bjartmar Guðlaugs og Bergrisarnir

24. nóvember: Sycamore Tree

1. desember: GDRN og Magnús Jóhann

8. desember: Björgvin Halldórs, Svala og Krummi

Vala Eiríks, dagskrágerðarkona á Bylgjunni, hefur haldið utan um dagskrá og spjallað við tónlistarmennina á sviðinu.


Tengdar fréttir

GDRN og Magnús Jóhann fluttu sín vinsælustu lög

 GDRN og Magnúsi Jóhanni voru frábær á tónleikum í Bæjarbíó sem streymt var beint á Vísi í kvöld. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.