Bíó og sjónvarp

Leik­stjóri The Holi­day blæs á sögu­sagnir um fram­hald

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Leikarar myndarinnar, Jude Law, Cameron Diaz og Kate Winslet, ásamt leikstjóranum Nancy Meyers.
Leikarar myndarinnar, Jude Law, Cameron Diaz og Kate Winslet, ásamt leikstjóranum Nancy Meyers. Getty/E.Charbonneau

Gula pressan í Bretlandi greindi frá því að von væri á framhaldi af jólamyndinni sívinsælu The Holiday. Framleiðandi myndarinnar birti færslu á Instagram nú rétt í þessu þar sem hann sagði þennan orðróm því miður ekki vera sannan.

Haft var eftir heimildarmanni The Sun að þau Cameron Diaz, Kate Winslet, Jude Law og Jack Black myndu öll snúa aftur í hlutverkum sínum í framhaldi sem færi í tökur á næsta ári.

„Ég er búin að fá svo ótal mörg skilaboð útaf þessu, en því miður þá er þetta ekki satt,“ skrifaði Nancy Meyers framleiðandi og leikstjóri The Holiday.

Rómantíska jólamyndin The Holiday kom út árið 2006 og hefur verið ein vinsælasta jólamyndin alveg síðan.

Myndin fjallar um þær Irisi (Kate Winslet) og Amöndu (Cameron Diaz) sem gera húsaskipti við hvor aðra í þeim tilgangi að flýja ástarvandamál sín. Málin flækjast svo þegar þær hitta báðar nýja menn (Jack Black og Jude Law) og verða ástfangnar af þeim.

Þessi frétt var uppfærð eftir að leikstjórinn Nancy Meyers tjáði sig.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.