Gerir stjórnvöldum kleift að stíga mjög ákveðin skref Atli Ísleifsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2022 11:03 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að nýta fjármagn í að auka varnarmátt lögreglumanna og fangavarða til að bregðast við nýju umhverfi. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að aukin framlög til löggæslu- og fangelsismála sem gert sé ráð fyrir í breytingartillögum fjármálaráðherra við fjárlög muni gera mönnum kleift að stíga mjög ákveðin skref í rannsóknum og greiningum á skipulagðri glæpastarfsemi. Þetta sagði Jón í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær. Tilkynnt var um að framlög til lögreglunnar og fangelsismála verði stóraukin þar sem lagt er til að fjárheimildir til verkefna á vegum dómsmálaráðuneytisins verði auknar um 2,5 milljarða króna. 900 milljónir króna eigi að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða, en 500 milljónir til viðbótar í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Jón segir að fjárveitingarnar þýði að lögreglan geti fjölgað rannssóknarteymum sem eru að vinna að baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Það tekur smá tíma að byggja það upp. En það verður þá bara hægt að hefjast handa núna.“ Á að skapa sérstaka deild innan lögreglunnar? „Þær deildir eru þegar til,“ segir Jón. „Við erum bara að efla þá starfsemi svo um munar og í raun að margfalda afköstin í þeim frá því sem nú er.“ Aðspurður hvort að til standi að nýja hluta fjármagnsins í að fjárfesta í rafbyssum handa lögreglu segir Jón að það eigi eftir að skoða það. „En það verða einhverjar fjárfestingar í kringum þetta líka. Ég horfi sérstaklega þar til varnarbúnaðar löggæslufólksins, lögreglumanna og við erum eining að horfa til þess hjá fangavörðum. Þannig að það er ekki ólíklegt. Það hefur verið ákall eftir rafvarnarvopnum hjá bæði lögreglu og fangavörðum. Þannig að það er til skoðunar. Við munum tilkynna niðurstöðu um það fyrr en síðar.“ Það hefur verið einnig verið talað um að ofbeldi, meðal annars í miðbæ Reykjavíkur á milli hópa, hafi verið að aukast. Er nóg að fara í aukin viðbrögð hjá lögreglunni eða þarf að gera eitthvað meira? „Við erum að horfa til margra þátta,“ segir Jón. „Til dæmis forvarnir er eitthvað sem við þurfum að horfa til –í skólakerfinu og í samvinnu við heimilin í landinu. Það er mikilvægt. En við þurfum líka að bregðast við ástandinu eins og það er í dag til að tryggja öryggi borgaranna. Það gerum við með aukinni löggæslu, aukinnar rannsóknarstarfsemi og reynum að vinna gegn þessari þróun. Það eru margir þættir sem þurfa að vinna hér saman. Við erum að horfa til lengri tíma í forvarnarvinnu og slíku og það gerum við í samvinnu við skólayfirvöld og aðra. Og svo bregðumst við með því að auka varnarmátt lögreglumanna og aukna löggæslu til að mynda hér í miðborginni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Lögreglan Lögreglumál Fangelsismál Rafbyssur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Þetta sagði Jón í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gær. Tilkynnt var um að framlög til lögreglunnar og fangelsismála verði stóraukin þar sem lagt er til að fjárheimildir til verkefna á vegum dómsmálaráðuneytisins verði auknar um 2,5 milljarða króna. 900 milljónir króna eigi að fara í aukið öryggi, aukinn viðbragðstíma og málsmeðferðarhraða, en 500 milljónir til viðbótar í sérstakar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Jón segir að fjárveitingarnar þýði að lögreglan geti fjölgað rannssóknarteymum sem eru að vinna að baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. „Það tekur smá tíma að byggja það upp. En það verður þá bara hægt að hefjast handa núna.“ Á að skapa sérstaka deild innan lögreglunnar? „Þær deildir eru þegar til,“ segir Jón. „Við erum bara að efla þá starfsemi svo um munar og í raun að margfalda afköstin í þeim frá því sem nú er.“ Aðspurður hvort að til standi að nýja hluta fjármagnsins í að fjárfesta í rafbyssum handa lögreglu segir Jón að það eigi eftir að skoða það. „En það verða einhverjar fjárfestingar í kringum þetta líka. Ég horfi sérstaklega þar til varnarbúnaðar löggæslufólksins, lögreglumanna og við erum eining að horfa til þess hjá fangavörðum. Þannig að það er ekki ólíklegt. Það hefur verið ákall eftir rafvarnarvopnum hjá bæði lögreglu og fangavörðum. Þannig að það er til skoðunar. Við munum tilkynna niðurstöðu um það fyrr en síðar.“ Það hefur verið einnig verið talað um að ofbeldi, meðal annars í miðbæ Reykjavíkur á milli hópa, hafi verið að aukast. Er nóg að fara í aukin viðbrögð hjá lögreglunni eða þarf að gera eitthvað meira? „Við erum að horfa til margra þátta,“ segir Jón. „Til dæmis forvarnir er eitthvað sem við þurfum að horfa til –í skólakerfinu og í samvinnu við heimilin í landinu. Það er mikilvægt. En við þurfum líka að bregðast við ástandinu eins og það er í dag til að tryggja öryggi borgaranna. Það gerum við með aukinni löggæslu, aukinnar rannsóknarstarfsemi og reynum að vinna gegn þessari þróun. Það eru margir þættir sem þurfa að vinna hér saman. Við erum að horfa til lengri tíma í forvarnarvinnu og slíku og það gerum við í samvinnu við skólayfirvöld og aðra. Og svo bregðumst við með því að auka varnarmátt lögreglumanna og aukna löggæslu til að mynda hér í miðborginni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Lögreglan Lögreglumál Fangelsismál Rafbyssur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira