Innlent

Eingöngu kennt á ensku í Hallormsstaðaskóla

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Bryndís Fiona Ford er skólameistari Hallormsstaðaskóla.
Bryndís Fiona Ford er skólameistari Hallormsstaðaskóla. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fimmtán nemendur eru nú í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað þar sem fjölbreytt kennsla fer fram. Allt nám í skólanum er kennt á ensku.

Í rúm 90 ár hefur verið starfrækt fræðslu- og menningarsetur á Hallormsstað. Í skólanum í dag er m.a. lögð áhersla á samtal við fortíðina, þekkingu handarinnar, skapandi sjálfbærni og samvinnu ólíkra aðila þvert á fræði og fög. Nemendur læra til dæmis að vefa í skólanum, töluvert er unnið með íslenska ullina og þá er alltaf nóg að gera í eldhúsinu, t.d. var tekið slátur í haust.

„Við erum að kenna þar sem var kennt hérna 1930. Við erum að dusta rykið af gömlu kennslubókunum og við erum að fara ofan í efnafræðina, við erum að kynna okkur hráefnin, auðlindina og við erum að einblína á sjálfbærni leiðina og nýtingarmöguleika á því, sem við höfum. Við Íslendingar þurfum sannarlega að taka okkur mikið á þegar við förum út í búð og kaupum norska klaka eða eins og núna þegar jólahátíðin er að koma, að könglarnir í jólaskreytingarnar eru flestir innfluttir,” segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla.

Í dag eru 15 nemendur í skólanum, íslenskir og erlendir. Auk þess eru fjöldi nemenda í svokölluðu hlutanámi.

En það vekur athygli að námið fer fram á ensku, ekki íslensku. Hvað veldur?  

„Það er vegna þess að erum að fá meiri athygli erlendis frá fyrir það nám, sem við erum að kenna og hingað sækja erlendir nemendur og þar að leiðandi erum við að kenna á ensku,” segir Bryndís Fiona. 

Serena Pedrana er frá Ítalíu en býr á Akureyri. Hún er mjög ánægð með að vera nemandi á Hallormsstað. „Já, það er gaman gera eitthvað annað, breyta til, koma hingað og vera í skólanum, þetta er skemmtilegt,” segir Serena.

Serena Pedrana, sem er frá Ítalíu en býr á Akureyri er mjög ánægð með að vera nemandi á Hallormsstað.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Heimasíða skólansAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.