Sport

Dag­skráin í dag: STÓR­LEIKUR á Hlíðar­enda og Körfu­bolta­kvöld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson og aðstoðarmaður hans, Óskar Bjarni Óskarsson, hafa gert stórkostlega hluti á Hlíðarenda.
Snorri Steinn Guðjónsson og aðstoðarmaður hans, Óskar Bjarni Óskarsson, hafa gert stórkostlega hluti á Hlíðarenda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Spennið beltin af því strákarnir hans Snorra Steins Guðjónssonar hjá Val mæta Flensburg í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Allt í beinni á Stöð 2 Sport.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.15 hefst beint útsending frá Hlíðarenda þar sem Valur og þýska stórliðið Flensburg mætast í Evrópudeildinni í handbolta. Valsmenn hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í keppninni en verkefnið kvöldsins er það erfiðasta hingað til.

Að leik loknum, klukkan 21.15, verður farið yfir allt það helsta í leiknum í uppgjörsþætti Evrópudeildarinnar.

Klukkan 21.45 er Körfuboltakvöld á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustum umferð Subway-deildar karla í körfubolta.

Stöð 2 Esport

Klukkan 19.45 eru úrslitin í íslensku Blast forkeppninni í Counter-Strike:Global Offensive á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×