Forráðamenn Wodapalooza stórmótsins tilkynntu á miðlum sínum í gær að Sara verði meðal keppenda á mótinu sem fram frá 12. til 15. janúar á næsta ári.
„Endurkoman sem við öll höfum verið að bíða eftir,“ sagði í tilkynningu Wodapalooza.
Þetta er í fjórða sinn sem Sara keppir á þessu móti en hún á samt ekki góðar minningar frá mótinu í fyrra.
Sara varð þá að draga sig úr keppni á mótinu á morgni 15. janúar en hún hafði meitt sig á hnénu sem hún sleit krossband á.
Þetta var á byrjun þriðja keppnisdags. Sara hafði orðið fyrir áfalli enda var ekki ljóst hversu alvarleg meiðslin voru. Eftir myndatöku kom í ljós að hún var sem betur fer ekki eins óheppin og hún óttaðist í fyrstu.
Sara hafði þarna farið hratt af stað eftir krossbandsslitið sem hélt henni frá keppni allt 2021 tímabilið.
Álagið var mikið í upphafi endurkomunnar og þessi hnémeiðsli þýddu að hún þurfti að vera í kapphlaupi að ná sér góðri fyrir opna hluta undankeppni heimsleikanna. Það tókst hjá Söru sem náði sér þó ekki almennilega í gang og tókst á endanum ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum.
Það því skiljanlegt að forráðamenn Wodapalooza tali um endurkomu því það eru margir spenntir að sjá hvort Sara eigi inni að minnsta kosti eitt frábært CrossFit tímabil.
Hún varð í öðru sæti á eftir heimsmeistaranum ósigrandi Tiu-Clair Toomey þegar Sara keppti á Wodapalooza mótinu árið 2020. Sara á því líka góðar minningar frá Miami.