Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. október 2022 21:07 Hans Niemann krefur Magnus Carlsen um fimmtán milljarða. Getty/Mouhtaropoulos Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. Magnus Carlsen ræðir málið við Norska ríkisútvarpið, í fyrsta skipti opinberlega síðan stefnan barst. „Ég mun alltaf einbeita mér að skákinni – sama hvað. [Málaferlin] verða ekki notuð sem afsökun, sama hvernig mótið fer,“ segir hann í samtali við NRK. Aðrir skákmenn á heimsmeistaramótinu hafa lofað Carlsen fyrir að hafa stigið fram. Wesley So, heimsmeistarinn í Fischer-slembiskák, ræddi málið við fréttastofu fyrr í dag. Wesley sagði að það væri tími til kominn að einhver ræddi svindl innan skákheimsins. Niemann kærði einnig skákmanninn Hikaru Nakamura, sem er líka staddur staddur á Íslandi, en Nakamura vildi ekki tjá sig um yfirstandandi málaferli. Hjörvar Steinn Grétarsson keppir einnig á mótinu en hann telur að Nakamura og Carlsen standi vel að vígi. „Ég held að [Niemann] muni ekki vinna dómsmálið, en þetta verður áhugavert. Ég vona að þeir útkljái þetta fljótlega,“ sagði Hjörvar Steinn við Norska ríkisútvarpið. Hann hefur áður rætt opinskátt skák sína við Hans Niemann en honum fannst taflmennska þess síðarnefnda nokkuð undarleg. Þar sem hann sé lögfræðingur vilji hann þó ekki saka einhvern um svindl án sannana. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10 Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjá meira
Magnus Carlsen ræðir málið við Norska ríkisútvarpið, í fyrsta skipti opinberlega síðan stefnan barst. „Ég mun alltaf einbeita mér að skákinni – sama hvað. [Málaferlin] verða ekki notuð sem afsökun, sama hvernig mótið fer,“ segir hann í samtali við NRK. Aðrir skákmenn á heimsmeistaramótinu hafa lofað Carlsen fyrir að hafa stigið fram. Wesley So, heimsmeistarinn í Fischer-slembiskák, ræddi málið við fréttastofu fyrr í dag. Wesley sagði að það væri tími til kominn að einhver ræddi svindl innan skákheimsins. Niemann kærði einnig skákmanninn Hikaru Nakamura, sem er líka staddur staddur á Íslandi, en Nakamura vildi ekki tjá sig um yfirstandandi málaferli. Hjörvar Steinn Grétarsson keppir einnig á mótinu en hann telur að Nakamura og Carlsen standi vel að vígi. „Ég held að [Niemann] muni ekki vinna dómsmálið, en þetta verður áhugavert. Ég vona að þeir útkljái þetta fljótlega,“ sagði Hjörvar Steinn við Norska ríkisútvarpið. Hann hefur áður rætt opinskátt skák sína við Hans Niemann en honum fannst taflmennska þess síðarnefnda nokkuð undarleg. Þar sem hann sé lögfræðingur vilji hann þó ekki saka einhvern um svindl án sannana.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10 Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjá meira
Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10
Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20
Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48