Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Óttar Kolbeinsson Proppé og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. október 2022 19:10 Wesley So sigraði heimsmeistarann Magnus Carlsen í Fischer-skák árið 2019. Stöð 2 Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. Wesley So, heimsmeistarinn í Fishcer-slembiskák, er kominn hingað til lands til að verja heimsmeistaratitilinn. Mótið sem fram fer um helgina er stærsta skákmót sem haldið hefur verið hér á landi í hálfa öld. Þetta er í annað sinn sem Wesley kemur hingað til lands. „Mér finnst frábært að vera á Íslandi. Þetta er lítið samfélag, fólk er mjög vingjarnlegt og það er hugsað mjög vel um okkur. Mér finnst gott að tefla þar sem er kalt - það hjálpar við einbeitinguna,“ segir hann glettinn og þakkar Gunnari Björnssyni, forseta Skáksambands Íslands, kærlega fyrir góðar móttökur og gott skipulag. Hann gerir ráð fyrir því að mótið verði erfitt, enda tefla gríðarlega færir skákmenn á mótinu. Keppt verður í Fischer-slembiskák sem er að mörgu leyti lík hefðbundinni skák. Upphafsstaðan er hins vegar tilviljunarkennd og aðrar reglur gilda um hrókeringu. „Þetta verður erfitt og ég er viss um að menn muni gera sitt besta - en það mun ég líka gera. Ég er hingað kominn til að verja heimsmeistaratitilinn en ég óska öðrum skákmönnum alls hins besta. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum skákmönnum,“ segir Wesley um skákmennina sem taka þátt, átta að honum meðtöldum. Tími kominn til að einhver ræddi svindlið Svindl hefur mikið verið til umræðu í skákheiminum síðustu vikur eftir að heimsmeistarinn í hefðbundinni skák, Magnus Carlsen, sakaði andstæðing sinn, Hans Niemann, um að hafa svindlað á stórmóti. Sá síðarnefndi hefur þvertekið fyrir að hafa svindlað. Skákþjónninn Chess.com birti hins vegar skýrslu fyrr í mánuðinum sem gaf til kynna að Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum. Carlsen hefur hins vegar ekki tekist að sanna að Niemann hafi svindlað gegn sér og hefur heimsmeistaranum nú verið stefnt; Niemann krefst fimmtán milljarða. Wesley kveðst ánægður með að Carlsen hafi opnað umræðuna. „Ég held að það hafi verið tími til kominn að einhver segði eitthvað. Það er enginn betri til þess fallinn en núverandi heimsmeistari, Magnus Carlsen. Ég held að hann hafi loksins fengið nóg, hann stóð við sína sannfæringu, enda er hann að gera það sem hann trúir að sé rétt og heldur fast í sín prinsipp,“ segir hann. Einn besti skákmaður fyrr og síðar Wesley telur að skákheimurinn hafi ekki gert nóg til að sporna gegn svindli síðustu ár. Hann tekur mót sem hann tefldi á í Finnlandi um daginn sem dæmi og segir að öryggisgæsla hafi mátt vera mun betri. „Þetta er góð þróun enda er mjög mikið af fólki sem svindlar á netinu – meira að segja á allra stærstu mótunum, það eru algjörlega svindlarar þar. Það er tími til kominn að við gerum eitthvað og náum þeim. Málið er nokkuð erfitt eins og á stendur en ég held að þetta verði til þess að hlutirnir verði betri í framtíðinni. Ef þú ert skákmaður þá eru bara ákveðnir hlutir sem þú einfaldlega getur ekki gert. Þú verður bara að leggja hart að þér og tefla með sanngjörnum og réttlátum hætti. Wesley sigraði Magnus Carlsen árið 2019 og varð þar með heimsmeistari í Fischer-slembiskák. Aðspurður kveðst hann bera mikla virðingu fyrir skákmanninum. „Hann er ótrúlegur - einn besti skákmaður fyrr og síðar. Hann er búinn að vera bestur síðustu ellefu ár og er mjög óskeikull skákmaður. Ég er mikill aðdáandi og hef fylgst vel með honum og leikstílnum hans, það er kannski ástæðan fyrir því að ég vann hann,“ segir Wesley. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Íslandsvinir HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
Wesley So, heimsmeistarinn í Fishcer-slembiskák, er kominn hingað til lands til að verja heimsmeistaratitilinn. Mótið sem fram fer um helgina er stærsta skákmót sem haldið hefur verið hér á landi í hálfa öld. Þetta er í annað sinn sem Wesley kemur hingað til lands. „Mér finnst frábært að vera á Íslandi. Þetta er lítið samfélag, fólk er mjög vingjarnlegt og það er hugsað mjög vel um okkur. Mér finnst gott að tefla þar sem er kalt - það hjálpar við einbeitinguna,“ segir hann glettinn og þakkar Gunnari Björnssyni, forseta Skáksambands Íslands, kærlega fyrir góðar móttökur og gott skipulag. Hann gerir ráð fyrir því að mótið verði erfitt, enda tefla gríðarlega færir skákmenn á mótinu. Keppt verður í Fischer-slembiskák sem er að mörgu leyti lík hefðbundinni skák. Upphafsstaðan er hins vegar tilviljunarkennd og aðrar reglur gilda um hrókeringu. „Þetta verður erfitt og ég er viss um að menn muni gera sitt besta - en það mun ég líka gera. Ég er hingað kominn til að verja heimsmeistaratitilinn en ég óska öðrum skákmönnum alls hins besta. Ég ber mikla virðingu fyrir þessum skákmönnum,“ segir Wesley um skákmennina sem taka þátt, átta að honum meðtöldum. Tími kominn til að einhver ræddi svindlið Svindl hefur mikið verið til umræðu í skákheiminum síðustu vikur eftir að heimsmeistarinn í hefðbundinni skák, Magnus Carlsen, sakaði andstæðing sinn, Hans Niemann, um að hafa svindlað á stórmóti. Sá síðarnefndi hefur þvertekið fyrir að hafa svindlað. Skákþjónninn Chess.com birti hins vegar skýrslu fyrr í mánuðinum sem gaf til kynna að Niemann hafi svindlað oftar en hundrað sinnum. Carlsen hefur hins vegar ekki tekist að sanna að Niemann hafi svindlað gegn sér og hefur heimsmeistaranum nú verið stefnt; Niemann krefst fimmtán milljarða. Wesley kveðst ánægður með að Carlsen hafi opnað umræðuna. „Ég held að það hafi verið tími til kominn að einhver segði eitthvað. Það er enginn betri til þess fallinn en núverandi heimsmeistari, Magnus Carlsen. Ég held að hann hafi loksins fengið nóg, hann stóð við sína sannfæringu, enda er hann að gera það sem hann trúir að sé rétt og heldur fast í sín prinsipp,“ segir hann. Einn besti skákmaður fyrr og síðar Wesley telur að skákheimurinn hafi ekki gert nóg til að sporna gegn svindli síðustu ár. Hann tekur mót sem hann tefldi á í Finnlandi um daginn sem dæmi og segir að öryggisgæsla hafi mátt vera mun betri. „Þetta er góð þróun enda er mjög mikið af fólki sem svindlar á netinu – meira að segja á allra stærstu mótunum, það eru algjörlega svindlarar þar. Það er tími til kominn að við gerum eitthvað og náum þeim. Málið er nokkuð erfitt eins og á stendur en ég held að þetta verði til þess að hlutirnir verði betri í framtíðinni. Ef þú ert skákmaður þá eru bara ákveðnir hlutir sem þú einfaldlega getur ekki gert. Þú verður bara að leggja hart að þér og tefla með sanngjörnum og réttlátum hætti. Wesley sigraði Magnus Carlsen árið 2019 og varð þar með heimsmeistari í Fischer-slembiskák. Aðspurður kveðst hann bera mikla virðingu fyrir skákmanninum. „Hann er ótrúlegur - einn besti skákmaður fyrr og síðar. Hann er búinn að vera bestur síðustu ellefu ár og er mjög óskeikull skákmaður. Ég er mikill aðdáandi og hef fylgst vel með honum og leikstílnum hans, það er kannski ástæðan fyrir því að ég vann hann,“ segir Wesley.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Íslandsvinir HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Tengdar fréttir Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20 Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48 Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Sjá meira
Magnus Carlsen kominn til landsins með foreldrum sínum Norðmaðurinn Magnus Carlsen er kominn til Íslands. Heimsmeistarinn kom með flugvél Icelandair frá Osló í gærkvöldi en með í för eru faðir hans og móðir, Henrik Albert Carlsen og Sigrun Øen. 24. október 2022 10:20
Niemann stefnir Carlsen og krefst 15 milljarða króna Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com. 20. október 2022 22:48
Magnus Carlsen mætir til Íslands á sunnudag í baráttu um sextíu milljónir króna Skákáhugamenn hér á landi iða í skinninu enda aðeins tveir sólarhringar í að heimsmeistarinn Magnus Carlsen komi til landsins. Átta sterkir skákmenn berjast um tæplega sextíu milljóna króna verðlaunafé á heimsmeistaramótinu í afsprengi skákar úr smiðju Bobby Fischer. 21. október 2022 15:46