England, sem varð Evrópumeistari síðasta sumar er í riðli með Danmörku, Kína og sigurvegaranum úr umspili Senegal, Haíti og Síle um laust sæti á mótinu.
Ríkjandi heimsmeistarar, Bandaríkin, eru svo í riðli með Víetnam, sem keppir í lokakeppni mótsins í fyrsta skipti í sögnunni, Hollandi og Kamerún, Thaílandi eða Portúgal.
Þetta verður í fyrsta skipti sem 32 lið leika í lokakeppni mótsins en 24 lið tóku þátt í mótinu í Frakklandi árið 2019 Bandaríkin fóru með sigur af hólmi.
Liðin 32 voru dregin í átta riðla en enn á eftir að leika umspil um þrjú síðustu lausu sætin á mótinu. Það umspil verður spilað í febrúar í upphafi næsta árs.
Riðlarnir á mótinu munu líta svona út:
A-riðill: Nýja-Sjáland, Noregur, Filippseyjar og Sviss.
B-riðill: Ástralía, Írland, Nígería og Kanada.
C-riðill: Spánn, Kosta Ríka, Sambía og Japan.
D-riðill: England, Danmörk, Kína og Senegal, Haíti eða Síle.
E-riðill: Bandaríkin, Víetnam, Holland og Kamerún, Thaíland eða Portúgal.
F-riðill: Frakkland, Jamaíka, Brasilía og Taipei, Panama, Paragvæ eða Papúa Nýja-Gínea.
G-riðill: Svíþjóð, Suður-Afríka, Ítalía og Argentína.
H-riðill: Þýskaland, Marokkó, Kólumbía og Suður-Kórea.