Reykjavík Design leitar að samstarfsaðilum RVK Design 13. október 2022 08:50 „Nýjasta viðbótin eru frábærar barnavörur frá m.a. Bloomingville Mini, Little Dutch og Mindful og co,“ segir Viktoría, verslunarstjóri Reykjavík Design Leggjum okkar að mörkum til að styðja við íslenska hönnun og framleiðslu „Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af smávöru fyrir heimilið og gjafavöru og eigum mikið úrval af ljósum og húsgögnum. Nýjasta viðbótin eru frábærar barnavörur frá m.a. Bloomingville Mini, Little Dutch og Mindful og co,“ segir Viktoría, verslunarstjóri Reykjavík Design, en nýir eigendur tóku við Lífsstílsversluninni á síðasta ári. Með þeim fylgdi stærra og bjartara húsnæði að Síðumúla 21, ný vefverslun fór í loftið og vörúrvalið hefur stóraukist og fer vaxandi. Viktoría segir samkeppnishæft verð og góða þjónustu lykiláherslu Reykjavík Design. „Við vöndum okkur gríðarlega við vöruúrvalið og veljum allar vörurnar okkar með fegurð og notagildi í huga. Netverslunin hefur einnig verið að færast í aukana og eru allar okkar vörur í boði þar. Við bjóðum upp á alla helstu greiðslumáta, svo sem Netgríó, Aur, Pei, Apple Pay og Aukakrónur. Einnig bjóðum við upp á nokkra kosti í heimsendingu um land allt.“ Fallegar glervörur frá Zalto Spennandi rými fyrir ólíka viðburði Nýja húsnæðið hefur frábært viðburða- og sýningarrými sem býður upp á bæði standandi og sitjandi viðburði fyrir hátt í 30 manns. Rýmið hefur nýst vel hingað til en þar hafa ýmist myndlistarsýningar, smakkviðburðir og vörukynningar farið fram. Rýmið hentar einnig vel fyrir bókaútgáfu-viðburði. Einnig býðst hópum að bóka viðburðarýmið í lokaða viðburði utan opnunartíma, hafa búðina útaf fyrir sig í viðburði, eða til þess versla í friði fyrir brúðkaupsveislur eða stórafmæli. „Okkur finnst frábært þegar fólk hefur samband varðandi ýmsar hugmyndir af viðburðum sem þau langar að hafa. Við erum alltaf til í að koma til móts við fólk og vera með,“ segir Viktoría. Danska merkið Le feu fæst hjá RvkDesign Aðstoða við að koma hönnun í framleiðslu og sölu „Við erum sífellt með augun opin fyrir nýjungum og fallegri hönnun og ávallt til í eiga samtal við hönnuði og vöruframleiðendur um samstarf. Við leggjum mikið upp úr því að koma íslenskri hönnun á framfæri,“ segir Viktoría. „Ég hugsa Reykjavík Design ekki einungis sem verslun heldur frekar eins og lítið samfélag sem sameinar okkur, hönnuðina og viðskiptavini okkar. Það er afskaplega spennandi þegar nýr hönnuður slæst í hópinn með okkur og við skoðum alla möguleikana sem við höfum. Til að mynda bjuggum við til krumma-hurðaskilti með Smára frá HER design. Það var mjög spennandi verkefni sem kom rosalega vel út og heldur áfram að þróast. Þetta verkefni gekk svo vel að við erum að vinna í nýrri ljósalínu saman núna sem kemur á markaðinn fyrir jólin. Við erum opin fyrir þess háttar samstarfi. Við hvetjum hönnuði, nýja sem og reynda, til þess að hafa samband við okkur varðandi samstarf. Hurðaskilti unnið í samvinnu við HER design Við erum spennt fyrir samstarfi við vöruhönnuði sem vantar aðstoð við að koma sinni hönnun í framleiðslu og sölu. Við getum komið að fjármögnun á vöruframleiðslu, aðstoðað með sölu og markaðssetningu og margt fleira. Við hvetjum eindregið vöruhönnuði til að leita til okkar með sína hönnun og ræða samstarfsfleti.“ Vilja samstarf við aðrar hönnunarverslanir Flutningskostnaður til Íslands er almennt frekar hár og hefur hækkað töluvert upp á síðkastið. Einnig þarf að borga skatta, leigu og fleira og hækkandi verðbólgu fylgja áskoranir. Einnig eru töluvert margar hönnunarverslanir á Íslandi, bæði hefðbundnar verslanir sem og netverslanir. Samkeppni er því mikil og erfitt getur reynst fyrir minni aðila að keppa við þá stærri. Rekstrarumhverfið fyrir minni hönnunarverslanir getur verið ansi strembið og arðsemi almennt ekki góð. Okkar svar við þessu er einfaldlega aukið samstarf,“ útskýrir Viktoría en Reykjavík Design hefur átt gott samstarf við innlenda hönnuði og framleiðendur. „Það er alltaf hægt að gera betur. Okkur langar að byggja upp stærri og hagkvæmari einingu og leitum því að innlendum hönnunarverslunum sem væru til í að sameinast okkur eða deila með okkur plássi eða jafnvel lager. Af þessu gæti hlotist töluvert hagræði fyrir báða aðila og meira svigrúm til þess að auka vöruúrval og geta boðið betra verð og þjónustu og stutt við framtíðarvöxt. Þannig getum við lagt okkar að mörkum til þess að styrkja verslun hönnunarvara á Íslandi og stutt betur við innlenda hönnun og framleiðslu.“ Áhugasamir geta haft samband við Kára framkvæmdastjóra RvkDesign á tölvupóstfangið kari@rvkdesign.is Retro star húsgagnalínan er vinsæl hjá Rvk Design Brandsläckare vörurnar eru smart inn á heimilið Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
„Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af smávöru fyrir heimilið og gjafavöru og eigum mikið úrval af ljósum og húsgögnum. Nýjasta viðbótin eru frábærar barnavörur frá m.a. Bloomingville Mini, Little Dutch og Mindful og co,“ segir Viktoría, verslunarstjóri Reykjavík Design, en nýir eigendur tóku við Lífsstílsversluninni á síðasta ári. Með þeim fylgdi stærra og bjartara húsnæði að Síðumúla 21, ný vefverslun fór í loftið og vörúrvalið hefur stóraukist og fer vaxandi. Viktoría segir samkeppnishæft verð og góða þjónustu lykiláherslu Reykjavík Design. „Við vöndum okkur gríðarlega við vöruúrvalið og veljum allar vörurnar okkar með fegurð og notagildi í huga. Netverslunin hefur einnig verið að færast í aukana og eru allar okkar vörur í boði þar. Við bjóðum upp á alla helstu greiðslumáta, svo sem Netgríó, Aur, Pei, Apple Pay og Aukakrónur. Einnig bjóðum við upp á nokkra kosti í heimsendingu um land allt.“ Fallegar glervörur frá Zalto Spennandi rými fyrir ólíka viðburði Nýja húsnæðið hefur frábært viðburða- og sýningarrými sem býður upp á bæði standandi og sitjandi viðburði fyrir hátt í 30 manns. Rýmið hefur nýst vel hingað til en þar hafa ýmist myndlistarsýningar, smakkviðburðir og vörukynningar farið fram. Rýmið hentar einnig vel fyrir bókaútgáfu-viðburði. Einnig býðst hópum að bóka viðburðarýmið í lokaða viðburði utan opnunartíma, hafa búðina útaf fyrir sig í viðburði, eða til þess versla í friði fyrir brúðkaupsveislur eða stórafmæli. „Okkur finnst frábært þegar fólk hefur samband varðandi ýmsar hugmyndir af viðburðum sem þau langar að hafa. Við erum alltaf til í að koma til móts við fólk og vera með,“ segir Viktoría. Danska merkið Le feu fæst hjá RvkDesign Aðstoða við að koma hönnun í framleiðslu og sölu „Við erum sífellt með augun opin fyrir nýjungum og fallegri hönnun og ávallt til í eiga samtal við hönnuði og vöruframleiðendur um samstarf. Við leggjum mikið upp úr því að koma íslenskri hönnun á framfæri,“ segir Viktoría. „Ég hugsa Reykjavík Design ekki einungis sem verslun heldur frekar eins og lítið samfélag sem sameinar okkur, hönnuðina og viðskiptavini okkar. Það er afskaplega spennandi þegar nýr hönnuður slæst í hópinn með okkur og við skoðum alla möguleikana sem við höfum. Til að mynda bjuggum við til krumma-hurðaskilti með Smára frá HER design. Það var mjög spennandi verkefni sem kom rosalega vel út og heldur áfram að þróast. Þetta verkefni gekk svo vel að við erum að vinna í nýrri ljósalínu saman núna sem kemur á markaðinn fyrir jólin. Við erum opin fyrir þess háttar samstarfi. Við hvetjum hönnuði, nýja sem og reynda, til þess að hafa samband við okkur varðandi samstarf. Hurðaskilti unnið í samvinnu við HER design Við erum spennt fyrir samstarfi við vöruhönnuði sem vantar aðstoð við að koma sinni hönnun í framleiðslu og sölu. Við getum komið að fjármögnun á vöruframleiðslu, aðstoðað með sölu og markaðssetningu og margt fleira. Við hvetjum eindregið vöruhönnuði til að leita til okkar með sína hönnun og ræða samstarfsfleti.“ Vilja samstarf við aðrar hönnunarverslanir Flutningskostnaður til Íslands er almennt frekar hár og hefur hækkað töluvert upp á síðkastið. Einnig þarf að borga skatta, leigu og fleira og hækkandi verðbólgu fylgja áskoranir. Einnig eru töluvert margar hönnunarverslanir á Íslandi, bæði hefðbundnar verslanir sem og netverslanir. Samkeppni er því mikil og erfitt getur reynst fyrir minni aðila að keppa við þá stærri. Rekstrarumhverfið fyrir minni hönnunarverslanir getur verið ansi strembið og arðsemi almennt ekki góð. Okkar svar við þessu er einfaldlega aukið samstarf,“ útskýrir Viktoría en Reykjavík Design hefur átt gott samstarf við innlenda hönnuði og framleiðendur. „Það er alltaf hægt að gera betur. Okkur langar að byggja upp stærri og hagkvæmari einingu og leitum því að innlendum hönnunarverslunum sem væru til í að sameinast okkur eða deila með okkur plássi eða jafnvel lager. Af þessu gæti hlotist töluvert hagræði fyrir báða aðila og meira svigrúm til þess að auka vöruúrval og geta boðið betra verð og þjónustu og stutt við framtíðarvöxt. Þannig getum við lagt okkar að mörkum til þess að styrkja verslun hönnunarvara á Íslandi og stutt betur við innlenda hönnun og framleiðslu.“ Áhugasamir geta haft samband við Kára framkvæmdastjóra RvkDesign á tölvupóstfangið kari@rvkdesign.is Retro star húsgagnalínan er vinsæl hjá Rvk Design Brandsläckare vörurnar eru smart inn á heimilið
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira