Sport

Lækninum sem mat Tagovailoa leikhæfan sagt upp störfum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tua Tagovailoa.
Tua Tagovailoa. vísir/Getty

Ítrekuð höfuðhögg Tua Tagovailoa, leikstjórnanda Miami Dolphins í NFL deildinni eru byrjuð að draga dilk á eftir sér.

Tua var borinn af velli eftir þungt höfuðhögg í leik við Cincinnati Bengals í gærnótt. Óhugnalegar myndir sáust af honum eftir höggið en talið er að hann hafi jafnvel fengið annan heilahristing sinn á innan við viku.

Nú í kvöld fullyrðir ESPN fréttastofan að læknirinn sem ber ábyrgð á því að hafa gefið Miami Dolphins grænt ljós á að spila Tagovailoa hafi verið sagt upp störfum í kjölfar nokkurra mistaka í tengslum við málið.

Vinnubrögð deildarinnar í tengslum við höfuðhögg hafa ítrekað verið gagnrýnd og hefur sú gagnrýni margfaldast eftir atvikið með Tua.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.