„Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2022 12:36 Innviðaráðuneytið óskar eftir umsögn frá sveitarfélaginu vegna málsins fyrir 3. október næstkomandi. Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn Grímsnes-og Grafningshrepps vegna ákvörðunar sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða hærra gjald fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi. Almennt verð fyrir árskort í sund og þreksal er 35 þúsund krónur en það kostar fólk sem hefur lögheimili í sveitarfélaginu 12 þúsund krónur. Sjá nánar: Gjaldskrá sundlaugar standist ekki ákvæði stjórnarskrár Björgvin Njáll Ingólfsson, sem sendi kvörtun til ráðuneytisins, segir augljóst að fyrirkomulagið brjóti í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar. Nýjum sveitarstjóra Iðu Marsibil Jónsdóttur, hefur verið falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins. Fréttastofa bar þessa gagnrýni undir Iðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ég er náttúrulega, eins og þú komst inn á áðan, tiltölulega nýtekin við þannig að ég var ekki þegar umræðan sem slík átti sér stað og ákvörðun um þessa gjaldtöku var tekin. Ég veit þó að sveitarstjórnarfólki gengur gott eitt til þegar svona er gert og þetta tíðkast kannski víðar en við höldum. Þá er þetta kannski bara sett upp með öðrum hætti; til dæmis í formi frístundastyrks sem íbúar fá og þá lækka útgjöldin fyrir þessi kort sem samsvarar því,“ segir Iða sveitarstjóri. Þannig snúist málið meira um útfærslu en nokkuð annað. Víða um land séu til dæmis frístundastyrkir og „loftbrú“ sem hafi sama tilgang. Engu að síður muni sveitarstjórnin taka gagnrýnina til skoðunar. „Við munum bara vanda til verka við þessi svör sem við munum senda innviðaráðuneytinu og sjá bara hvað kemur út úr því en við munum að sjálfsögðu skoða þetta. Nú er að fara af stað fjárhagsáætlun og ný gjaldskrá verður sett upp. Það er aldrei að vita nema þetta breytist í haust en ég vil ekki fullyrða um neitt. Við munum bara skoða þetta og ræða.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17. maí 2022 15:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn Grímsnes-og Grafningshrepps vegna ákvörðunar sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða hærra gjald fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi. Almennt verð fyrir árskort í sund og þreksal er 35 þúsund krónur en það kostar fólk sem hefur lögheimili í sveitarfélaginu 12 þúsund krónur. Sjá nánar: Gjaldskrá sundlaugar standist ekki ákvæði stjórnarskrár Björgvin Njáll Ingólfsson, sem sendi kvörtun til ráðuneytisins, segir augljóst að fyrirkomulagið brjóti í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar. Nýjum sveitarstjóra Iðu Marsibil Jónsdóttur, hefur verið falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins. Fréttastofa bar þessa gagnrýni undir Iðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Ég er náttúrulega, eins og þú komst inn á áðan, tiltölulega nýtekin við þannig að ég var ekki þegar umræðan sem slík átti sér stað og ákvörðun um þessa gjaldtöku var tekin. Ég veit þó að sveitarstjórnarfólki gengur gott eitt til þegar svona er gert og þetta tíðkast kannski víðar en við höldum. Þá er þetta kannski bara sett upp með öðrum hætti; til dæmis í formi frístundastyrks sem íbúar fá og þá lækka útgjöldin fyrir þessi kort sem samsvarar því,“ segir Iða sveitarstjóri. Þannig snúist málið meira um útfærslu en nokkuð annað. Víða um land séu til dæmis frístundastyrkir og „loftbrú“ sem hafi sama tilgang. Engu að síður muni sveitarstjórnin taka gagnrýnina til skoðunar. „Við munum bara vanda til verka við þessi svör sem við munum senda innviðaráðuneytinu og sjá bara hvað kemur út úr því en við munum að sjálfsögðu skoða þetta. Nú er að fara af stað fjárhagsáætlun og ný gjaldskrá verður sett upp. Það er aldrei að vita nema þetta breytist í haust en ég vil ekki fullyrða um neitt. Við munum bara skoða þetta og ræða.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00 Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17. maí 2022 15:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi standist ekki ákvæði stjórnarskrár Innviðaráðuneytið hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps vegna þess fyrirkomulags sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. 29. september 2022 08:00
Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17. maí 2022 15:30