Lífið

Coolio er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Coolio varð 59 ára gamall.
Coolio varð 59 ára gamall. AP

Bandaríski rapparinn Coolio er látinn, 59 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda á ferli sínum en var þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise frá árinu 1995.

Umboðsmaður rapparans segir að hann hafi fundist á baðherbergi vinar síns í Los Angeles og síðar verið úrskurðaður látinn. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað hafi dregið hann til dauða, en að sögn TMZ telja sjúkraliðar sem komu á vettvang að hann kunni að hafa fengið hjartaáfall.

Hann hóf tónlistarferil sinn á níunda áratugnum og sló rækilega í gegn á þeim tíunda. 

Coolio, hét Artis Leon Ivey Jr réttu nafni, vann til Grammy-verðlauna fyrir lagið Gangsta's Paradise sem var aðallag kvikmyndarinnar Dangerous Minds frá árinu 1995 sem skartaði Michelle Pfeiffer í aðalhlutverki.

Lagið hefur notið mikilla vinsælda alla tíð síðan og fór nýlega í milljarð spilana á Spotify.

Ferill Cooilio spannaði um fjóra áratugi og gaf hann út átta plötur. Hann vann til Bandarísku tónlistarverðlaunanna og þriggja MTV-verðlauna. Meðal annarra smella tónlistarmannsins má nefna Fantastic Voyage, Rollin' With My Homies, 1, 2, 3, 4 (Sumpin' New), I See You When You Get There og Too Hot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×