Innlent

Enginn blaða­manna­fundur í dag vegna meintrar hryðju­verka­ógnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra stýrði blaðamannafundi embættisins vegna málsins í síðustu viku.
Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra stýrði blaðamannafundi embættisins vegna málsins í síðustu viku. Vísir/Vilhelm

Ekkert verður af blaðamannafundi ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna rannsóknar þar sem grunur leikur á um skipulagningu hryðjuverka. Stefnt var að því að halda fundinn í dag en nú sé unnið út frá því að fundurinn verði á morgun samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra.

Tveir karlmenn á þrítugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhald yfir öðrum þeirra rennur út á morgun og óvíst hvort lögregla fari fram á áframhaldandi varðhald yfir manninum.

Það var á fimmtudaginn í síðustu viku sem að lögreglan boðaði til blaðamannafundar til að greina frá málinu. Deginum áður hafði hún handtekið fjóra karlmenn eftir umfangsmiklar aðgerðir. Húsleitir voru þá gerðar á níu stöðum og voru mennirnir handteknir annars vegar í iðnaðarhúsnæði í Mosfellsbæ og hins vegar Kópavogi. 

Hald var lagt á tugi skotvopna og þrívíddar prentara sem notaðir eru til að framleið vopn. Gunur leikur á að mennirnir hafi verið að framleiða vopn og haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald annar í viku en hinn í tvær vikur. Málið vakti nokkurn óhug og þá er mörgum spurningum enn ósvarað um áform mannanna.

Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um gang rannsóknarinnar síðan á blaðamannafundinum en boðað frekari upplýsingagjöf á reglulegum blaðamannafundum. Búist var við því að blaðamannafundur yrði haldinn í dag en svo verður ekki. Unnið er út frá því að fundurinn verði á morgun.

Gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á morgun. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum.

Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.


Tengdar fréttir

Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag

Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.