Tíska og hönnun

„Enginn veit neitt og allir eru bara að gera sitt besta“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir eigandi Trendnet er ein af þeim sem stendur á bak við góðgerðarverkefnið Konur eru konum bestar.
Elísabet Gunnarsdóttir eigandi Trendnet er ein af þeim sem stendur á bak við góðgerðarverkefnið Konur eru konum bestar. Aldís Páls

„Það er alveg hreint ótrúlegt að við séum að fara af stað í sjötta sinn. Litla verkefnið sem hefur sprungið svo fallega út og gefið svo mikið af sér,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar.

Hópurinn hefur sett af stað góðgerðarverkefnið og bolasöluna í sjötta skipti. Að þessu sinni vann hópurinn með ungu listakonunni Kridola en hún er eigandi setningarinnar sem prýðir bolinn: „ENGINN VEIT NEITT OG ALLIR ERU BARA AÐ GERA SITT BESTA“

Bolurinn fór í sölu fyrr í dag og allur ágóðinn rennur til Ljónshjarta.

Enginn með allt upp á 10

„Setningin á svo vel við í okkar ágæta átaki sem snýst einmitt um það að við erum öll bara mannleg og að gera okkar allra besta í misjöfnum aðstæðum. Það er enginn með allt uppá 10 og þannig verður það áfram. Það er alltaf hægt að leggja áherslu á það jákvæða, koma fram við náungann að virðingu, velja að samgleðjast frekar en að sýna öfund, hrósa og styðja við bakið á næstu konu – sem veit ekki neitt en er að gera sitt besta,“

Konur eru konum bestar

Á bak við verkefnið standa Elísabet Gunnarsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Aldís Pálsdóttir. 

„Við leggjum ótrúlega hart að okkur við verkefnið hvert ár og þetta er sú vinna sem gefur okkur hæstu og bestu launin, laun sem eru sko ekki í krónum talin. Við eruð ótrúega stoltar yfir þessu verkefni, hvernig það hefur vaxið og dafnað og svo þakklátar fyrir þann frábæra stuðning og meðbyr sem við fáum frá ykkur – kæru bestu konur.“

Að þessu sinni valdi hópurinn að safna fyrir Ljónshjarta, samtök til stuðnings ungs fólks (20-50 ára) sem misst hefur maka og börnum þeirra. Áður hafa þær styrkt Kvennaathvarfið, Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar, Kraft, Bjarkarhlíð og Stígamót. 

Elísabet og Andrea ræddu verkefnið í Bakaríinu á Bylgjunni í gær. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Afhentu Stígamótum 4,5 milljónir

Stígamót hafa fengið afhentan ágóðan úr bolasölu Konur eru konum bestar verkefnisins árið 2021. Söfðnuðust 4,5 milljónir með verkefninu. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.