Sport

Dagskráin í dag: Úrvalsdeildin í pílukasti, Subway-deild kvenna og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fjölniskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í vor.
Fjölniskonur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í vor. Vísir/Bára Dröfn

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fjórar beinar útsendingar úr hinum ýmsu áttum í dag.

Tveir leikir verða á dagskrá í Subway-deild kvenna í körfubolta, en tímabilið hófst í gær. Grindavík tekur á móti deildarmeisturum Fjölnis á Stöð 2 Sport 4 klukkan 18:05, en að þeim leik loknum er sannkallaður nágrannaslagur á dagskrá þegar Keflavík tekur á móti Íslandsmeisturum Njarðvíkur á sömu rás.

Klukkan 20:00 er svo komið að fyrstu útsendingu vetrarins frá íslensku úrvalsdeildinni í pílukasti á Stöð 2 Sport.

Að lokum eru það svo stelpurnar í Babe Patrol sem slá botninn í daginn með sínum vikulega þætti á Stöð 2 eSport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×