Íslenski boltinn

Agla María: Náðum að auka tempóið í seinni hálfleik

Hjörvar Ólafsson skrifar
Agla María Albertsdóttir fann netmöskvana tvisvar sinnum í kvöld. 
Agla María Albertsdóttir fann netmöskvana tvisvar sinnum í kvöld.  VÍSIR/VILHELM

Agla María Albersdóttir skoraði tvö marka Blika þegar liðið lagði Aftureldingu að velli með þremur mörkum gegn engu í 16. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 

„Það var mjög gaman að spila þennan leik þrátt fyrir rigninguna og vindinn. Mér fannst við ágætar í fyrri hálfleik en við ræddum það í hálfleik að við þurftum að hækka tempóið í þeim seinni. Við gerðum það og uppskárum þrjú góð mörk," sagði Agla María eftir leikinn. 

Agla María hafði reynt talsvert á Evu Ýr Helgadóttur í marki Aftureldingar áður en hún fann leiðina framjá henni. 

„Það er bara mjög jákvætt að ná að skora tvö mörk þar sem ég hef ekki verið að skora nógu mikið eftir að ég kom aftur í Kópavoginn. Mér fannst liðið líka bara spila vel og skapa góð færi fyrir utan mörkin," sagði landsliðsframherjinn sem hefur nú skorað fjögur deildarmörk í sumar. 

Þetta var sjötti deildarleikur Öglu Maríu eftir að hún snéri aftur í Blika frá sænska liðinu Häcken undir lok júlímánar fyrr í sumar. 

„Við erum ekkert að pæla í því hvort við getum náð Val eða ekki. Það eru tveir leikir eftir núna og við viljum bara klára þá almennilega. Spilamennskan í kvöld var fín og nú er bara að klára mótið með sex stigum," sagði hún um framhaldið. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.