Sport

Hjóluðu tugi kíló­metra í grenjandi rigningu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þátttakendur létu rigninguna ekki stoppa sig.
Þátttakendur létu rigninguna ekki stoppa sig. Einar Bárðarson

Ausandi rigning setti heldur betur svip á hjólareiðakeppnina KIA Gullhringinn í gær. Rúmlega tvö hundruð keppendur létu ekki á sig fá en keppt var í tveimur flokkum þar sem hjólaðir voru annaðhvort 59 kílómetrar eða 43. 

Það voru þau Jón Arnar Sigurjónsson og Sóley Svansdóttir sem sigruðu 59 kílómetra flokkinn. Jón Arnar fyrir hönd Víkings á tímanum 01:35:02 og Sóley Svansdóttir fyrir Hjólreiðafélag Akureyrar með tímann 01:42:28.

Í 43 kílómetra flokknum báru Reynir Guðjónsson og Steina Kristín Ingólfsson sigur úr býtum. Reynir hjólaði 43 kílómetra á tímanum 01:02:57 og Steina Kristín á tímanum 01:05:23.

Í dag fór fram KIA Krakkahringurinn í ólíkt betra veðri - glampandi sól.  Hringinn þekkja Selfyssingar sem Votmúlahringinn en hann er 12 kílómetra langur. Að sögn mótshaldarans Einars Bárðarssonar var gleðin við völd eins og sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×