Innlent

Sam­keppnis­eftir­litið rann­sakar sam­runa móður­fé­laga Arnar­lax og Arctic Fish

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Samkeppniseftirlitið hefur samruna tveggja norskra fiskeldisfyrirtækja til skoðunar.
Samkeppniseftirlitið hefur samruna tveggja norskra fiskeldisfyrirtækja til skoðunar. Vísir/Vilhelm

Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að rannsaka áhrif samruna norsku fiskeldisfyrirtækjanna SalMar og NTS á samkeppni hér á landi. Samruninn gæti haft áhrif hér á landi þar sem íslensku fyrirtækin Arnarlax og Arctic Fish eru dótturfélög norsku fyrirtækjanna.

Þetta kemur fram í frétt í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að norsku fyrirtækin hafi tilkynnt norska samkeppniseftirlitinu, Samkeppniseftirlitinu og framkvæmdastjórn ESB um samrunann en norska eftirlitið ekki séð ástæðu til íhlutunar. 

Vel getur verið að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins muni hafa áhrif á samrunann, verði niðurstaðan sú að banna samruna norsku fyrirtækjanna vegna hagsmuna hér á landi. Gangi samruninn eftir þýðir það að tvö af stærstu fiskeldum hér á landi verða í eigu sama móðurfélags. 

Haft er eftir Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins að niðurstöður rannsóknar eftirlitsins muni fyrst og fremst hafa áhrif hér á landi. 

„Ef til íhlutunar kæmi, sem ekkert liggur fyrir um, myndi hún varða fyrirtækin sem hér starfa. Hvort athugum íslenska eftirlitsins hefði áhrif á samrunann annars staðar ræðst af atvikum málsins og ákvörðunum samrunafyrirtækjanna.“


Tengdar fréttir

Nýtt fiskveiðifrumvarp boðað eftir þrjú ár sem Viðreisn segir alltof seint

Matvælaráðuneytið gerir ráð fyrir að það taki þrjú ár að koma með fullbúin frumvörp til Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða og um fiskeldi. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ólíklegt að miklar breytingar fari í gegn árið fyrir Alþingiskosningar. Þetta sé of seint.

Verið að sigla með fóðurprammann Muninn úr Reyðarfirði í höfn

Vel gekk að hífa upp fóðurprammann Muninn, sem sökk við fiskeldisstöð í Reyðarfirði í janúar í fyrra, í dag. Verið er að sigla með prammann að Reyðarfjarðarhöfn þar sem fóðrið verður úr honum tæmt áður en farið verður í viðgerðir á honum og honum fleytt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.