Föst í erfiðum aðstæðum vegna skorts á úrræðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. ágúst 2022 19:11 Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir mikla þörf fyrir fleiri vistunarúrræði. Vísir/Sigurjón Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. Meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur talsvert en þær hafa síðustu þrjú árin verið um fimm þúsund á ári. Þá hefur mikil fjölgun orðið í tilkynningum um líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi gegn börnum. Málin sem koma til kasta Barnaverndar eru oft á tíðum flókin og í einhverjum tilfellum þarf að grípa til þess ráðs að vista börn utan heimila sinna en það gengur þó ekki alltaf upp. „Það er mikill skortur á úrræðum sérstaklega vistunarúrræðum fyrir börn. Það í raun og veru bara endurspeglast í gegnum allan skalann. Þörfin er alls staðar. Úrræðin okkar í barnaverndinni eru í raun og verunni orðin gömul og kannski lítið þróast á síðustu tíu til tuttugu árum. Við erum með sömu úrræði og sama fjölda plássa og við höfum verið með í fjölda ára. Við erum líka í miklum vanda með að fá fósturforeldra. Við erum í vanda með úrræði fyrir börn sem eru með alvarlegar hegðunar og geðraskanir,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá segir hún dæmi þess að þau hafi viljað vista börn utan heimilis en það hafi ekki tekist vegna skorts á úrræðum. „Þörfin er mest, eins og við höfum verið að ræða, það er fyrir börn með fjölþættan vanda og með alvarlegan hegðunar og geðvanda það hvílir mjög þungt á okkur úrræðaleysi þar. En svo erum við líka komin í vanda í raun og veru með vistheimilin okkar og litlu börnin sem þar þurfa að komast inn. Nýting á okkar vistheimili er 130 til 150% sem að þýðir bara að það er sprungið. Það eru fleiri börn að öllu jöfnu þar inni heldur en pláss eru fyrir.“ Katrín segir að þegar ekki séu laus vistunarúrræði fyrir börn þá sé málum forgangsraðað eftir hættu og þörf og biðin því mislöng. „Til þess að koma börnum inn á vistheimili það eru kannski einhverjir dagar. Kannski vikur. Þau geta verið heima í aðstæðum sem við viljum helst ekki að þau séu í. Þá reynum við auðvitað bara að veita aðstoð með öðrum hætti. Við erum þá kannski að koma á heimilið á hverjum degi. Það kemur einhver stuðningur inn á heimilið við foreldrana og annað slíkt en við kunnum að meta það samt þannig að það sé þörf á því að barnið vistist utan heimilis en komust ekki í það.“ Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð fjölgaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur talsvert en þær hafa síðustu þrjú árin verið um fimm þúsund á ári. Þá hefur mikil fjölgun orðið í tilkynningum um líkamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi gegn börnum. Málin sem koma til kasta Barnaverndar eru oft á tíðum flókin og í einhverjum tilfellum þarf að grípa til þess ráðs að vista börn utan heimila sinna en það gengur þó ekki alltaf upp. „Það er mikill skortur á úrræðum sérstaklega vistunarúrræðum fyrir börn. Það í raun og veru bara endurspeglast í gegnum allan skalann. Þörfin er alls staðar. Úrræðin okkar í barnaverndinni eru í raun og verunni orðin gömul og kannski lítið þróast á síðustu tíu til tuttugu árum. Við erum með sömu úrræði og sama fjölda plássa og við höfum verið með í fjölda ára. Við erum líka í miklum vanda með að fá fósturforeldra. Við erum í vanda með úrræði fyrir börn sem eru með alvarlegar hegðunar og geðraskanir,“ segir Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá segir hún dæmi þess að þau hafi viljað vista börn utan heimilis en það hafi ekki tekist vegna skorts á úrræðum. „Þörfin er mest, eins og við höfum verið að ræða, það er fyrir börn með fjölþættan vanda og með alvarlegan hegðunar og geðvanda það hvílir mjög þungt á okkur úrræðaleysi þar. En svo erum við líka komin í vanda í raun og veru með vistheimilin okkar og litlu börnin sem þar þurfa að komast inn. Nýting á okkar vistheimili er 130 til 150% sem að þýðir bara að það er sprungið. Það eru fleiri börn að öllu jöfnu þar inni heldur en pláss eru fyrir.“ Katrín segir að þegar ekki séu laus vistunarúrræði fyrir börn þá sé málum forgangsraðað eftir hættu og þörf og biðin því mislöng. „Til þess að koma börnum inn á vistheimili það eru kannski einhverjir dagar. Kannski vikur. Þau geta verið heima í aðstæðum sem við viljum helst ekki að þau séu í. Þá reynum við auðvitað bara að veita aðstoð með öðrum hætti. Við erum þá kannski að koma á heimilið á hverjum degi. Það kemur einhver stuðningur inn á heimilið við foreldrana og annað slíkt en við kunnum að meta það samt þannig að það sé þörf á því að barnið vistist utan heimilis en komust ekki í það.“
Barnavernd Réttindi barna Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira