Tónlist

Sjáðu Bríeti og Sinfó spila fyrir gesti Norwegian Prima

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bríet kom fram í Hörpu um helgina.
Bríet kom fram í Hörpu um helgina. Norwegian Cruise Line.

Söngkonan Bríet söng á tvennum tónleikum í Hörpu á föstudag fyrir Katy Perry og gesti skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. 

Tilefnið var formleg skírn skipsins, en Katy Perry guðmóðir Norwegian Prima fékk þann heiður að gefa skipinu nafn í Hörpu. Bríet hékk úr loftinu og söng eins engill í hvítum síðum kjól. Tók hún lög á borð við Sólblóm, Hann er ekki þú, Carousel og Cold Feet en Sinfó spilaði undir við flest lögin. Að sögn Steinunnar Camillu, umboðsmanns Bríetar, fékk hún virkilega góðar viðtökur frá salnum. Gestir í Hörpu fengu einnig að sjá einstakt ljósaverk eftir Ólaf Elíasson.

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband af flutningi söngkonunnar í Hörpu. 

Klippa: Bríet skemmti gestum Norwegian Prima í Hörpu

Tengdar fréttir

Hannaði silfur­men með safírum og demöntum fyrir Katy Perry

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.