Mútuhneyksli tengt ÓL 2020 geti haft skaðleg áhrif Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 10:30 Yasuhiro Yamashita (t.v.) óttast áhrif hneykslisins. Tomohiro Ohsumi/Getty Images Japanskir embættismenn óttast áhrifin sem mútuhneyksli tengt Ólympíuleikunum sem fram fóru í Tókýó í fyrra hafi á umsókn landsins um að halda Vetrarólympíuleikana og Vetrarólympíumót fatlaðra í Sapporo árið 2030. Haruyaki Takahashi, háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020, var handtekinn í vikunni, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan halda því fram að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Óttast áhrifin Toshiaki Endo segir málið gríðarleg vonbrigði.Bryn Lennon/Getty Images for ANOC Toshiaki Endo, fyrrum Ólympíuráðherra, og Yasuhiro Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, hafa báðir lýst yfir áhyggjum sínum vegna hneykslisins og áhrifin sem það kunni að hafa á hugmyndir japanskra yfirvalda um að halda Vetrarleikana í Sapporo 2030. „Svona uppákoma er ávallt leiðinleg,“ sagði Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, og bætti við: „Ég mun gera mitt besta til að lágmarka áhrif þessa til hins ítrasta,“ Þá er hætta á að „hneykslið þynni út starfsemi tengda Sapporo umsókninni“ samkvæmt fyrrum ráðherrannum Endo. „Það verða gríðarleg vonbrigði ef ásakanirnar reynast á rökum reistar,“ bætti hann við. Sapporo talið líklegast fyrir fram Umsókn Sapporo hefur verið talin líklegust til að hreppa hnossið en leikarnir voru áður haldnir þar árið 1972. Þá voru einnig Vetrarólympíuleikar í Japan árið 1998, þá í Nagano. Salt Lake City í Bandaríkjunum sækist einnig eftir leikunum, en þeir fóru áður fram þar árið 2002, og Vancouver í Kanada, þar sem leikarnir voru haldnir 2010, sækist einnig eftir leikunum 2030. Sameiginleg umsókn Barcelona á Spáni og Pyrennes í Frakklandi var þá dregin til baka nýlega vegna pólitískra deilna. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía vildi þá halda leikana án aðstoðar spænskra yfirvalda en Ólympíunefnd Spánar studdi þá ákvörðun ekki. Þar sem Katalónía hefur ekki aðild að Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, nema sem hluti af Spáni sem heild, féll umsóknin um sjálfa sig. Búist er við að ákvörðun verði tekin um gestgjafa leikanna á næsta ársfundi IOC í Mumbai á næsta ári. Umsóknarferlið verður með nýju sniði þar sem gestgjafanefnd IOC mun eiga í virkum samskiptum við umsóknaraðila, í stað hefðbundnu leiðarinnar þar sem nefndir hverrar borgar kynna sitt verkefni áður en kosið er. Ólympíuleikar Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Haruyaki Takahashi, háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020, var handtekinn í vikunni, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan halda því fram að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Óttast áhrifin Toshiaki Endo segir málið gríðarleg vonbrigði.Bryn Lennon/Getty Images for ANOC Toshiaki Endo, fyrrum Ólympíuráðherra, og Yasuhiro Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, hafa báðir lýst yfir áhyggjum sínum vegna hneykslisins og áhrifin sem það kunni að hafa á hugmyndir japanskra yfirvalda um að halda Vetrarleikana í Sapporo 2030. „Svona uppákoma er ávallt leiðinleg,“ sagði Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, og bætti við: „Ég mun gera mitt besta til að lágmarka áhrif þessa til hins ítrasta,“ Þá er hætta á að „hneykslið þynni út starfsemi tengda Sapporo umsókninni“ samkvæmt fyrrum ráðherrannum Endo. „Það verða gríðarleg vonbrigði ef ásakanirnar reynast á rökum reistar,“ bætti hann við. Sapporo talið líklegast fyrir fram Umsókn Sapporo hefur verið talin líklegust til að hreppa hnossið en leikarnir voru áður haldnir þar árið 1972. Þá voru einnig Vetrarólympíuleikar í Japan árið 1998, þá í Nagano. Salt Lake City í Bandaríkjunum sækist einnig eftir leikunum, en þeir fóru áður fram þar árið 2002, og Vancouver í Kanada, þar sem leikarnir voru haldnir 2010, sækist einnig eftir leikunum 2030. Sameiginleg umsókn Barcelona á Spáni og Pyrennes í Frakklandi var þá dregin til baka nýlega vegna pólitískra deilna. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía vildi þá halda leikana án aðstoðar spænskra yfirvalda en Ólympíunefnd Spánar studdi þá ákvörðun ekki. Þar sem Katalónía hefur ekki aðild að Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, nema sem hluti af Spáni sem heild, féll umsóknin um sjálfa sig. Búist er við að ákvörðun verði tekin um gestgjafa leikanna á næsta ársfundi IOC í Mumbai á næsta ári. Umsóknarferlið verður með nýju sniði þar sem gestgjafanefnd IOC mun eiga í virkum samskiptum við umsóknaraðila, í stað hefðbundnu leiðarinnar þar sem nefndir hverrar borgar kynna sitt verkefni áður en kosið er.
Ólympíuleikar Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira