Heiðra gamla grísinn með retro línu
„Gamli Bónus grísinn átti sérstakan stað í hjörtum íslendinga. Eftir að við uppfærðum grísinn þá höfum fengið fjölda fyrirspurna hvort að hægt sé að fá boli og annan fatnað með grísnum. Við ákváðum hreinlega að verða við þessari ósk viðskiptavina og heiðrum nú gamla grísinn með svokallaðri retro línu sem aðeins er fáanleg í svörtu,“ segir hann um línuna sem heiðrar gamla grísinn. Fatnaðinn er hægt að kaupa í tveimur verslunum Bónus, í Kjörgarði og Smáratorgi.

Nýi grísinn fær líka að vera með
Það er þó ekki aðeins gamli grísinn sem fær að birtast á varningnum en einnig verður í boði að klðast þeim nýja: „Vörurnar með nýja grísnum eru heldur í léttari ljósum lit sem passar vel við skæra bleika litinn. Bónus grísinn er samofinn íslenskri menningu og því var tilvalið að fyrsta fatalína Bónus kæmi út rétt fyrir menningarnótt,” segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus.



