Búist við vonskuveðri í dag Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2022 06:46 Gul viðvörun verður í gildi víða í dag. Vísir/Vilhelm Gul veðurviðvörun tekur gildi nú í morgunsárið fyrir Suðurland, Faxaflóa og miðhálendið. Búist er við roki og rigningu fram eftir degi. Útlitið er verst á miðhálendinu þar sem aðstæður í dag verða varasamar eða hættulegar ferðamönnum og útivistarfólki. Suðaustan stormi er spáð með átján til 25 metrum á sekúndu og rigningu. Staðbundið geta hviður náð 35 metrum á sekúndu. Hvassast verður í hviðum norðvestan jökla, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Í byggð verður veður verst á Suðurlandi þar sem gul viðvörun er í gildi frá sjö til fjórtán í dag. Þar er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi, fimmtán til 23 metrar á sekúndu, og talsverðri rigningu. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 metrum á sekúndu. Veður verður varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og ekkert ferðaveður verður á meðan það gengur yfir. Á Faxaflóa verður veður örlítið skárra en vont samt sem áður. Þar verður suðaustan hvassviðri, þrettán til tuttugu metrar á sekúndu. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 25 metrum á sekúndu, einkum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall líkt og svo oft áður. Eins og á Suðurlandi verður veður varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og ekkert ferðaveður á meðan það gengur yfir. Allt að fjórtán stiga hiti fyrir norðan Annars staðar á landinu verður öllu skárra veður. Hægur vindur og léttskýjað verður norðan og austanlands og hiti nær víða tveggja stafa tölu, hlýjast á Húsavík þar sem hiti gæti náð fjórtán gráðum. Þar versnar veður þegar líður á daginn og spáð er sunnan og suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu með skúrum og talsverðri rigningu á Austfjörðum fram á kvöld. Á Vestfjörðum verður nokkuð hvöss austanátt og rigning þegar líður á daginn. Veður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Sjá meira
Útlitið er verst á miðhálendinu þar sem aðstæður í dag verða varasamar eða hættulegar ferðamönnum og útivistarfólki. Suðaustan stormi er spáð með átján til 25 metrum á sekúndu og rigningu. Staðbundið geta hviður náð 35 metrum á sekúndu. Hvassast verður í hviðum norðvestan jökla, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands. Í byggð verður veður verst á Suðurlandi þar sem gul viðvörun er í gildi frá sjö til fjórtán í dag. Þar er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi, fimmtán til 23 metrar á sekúndu, og talsverðri rigningu. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 metrum á sekúndu. Veður verður varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og ekkert ferðaveður verður á meðan það gengur yfir. Á Faxaflóa verður veður örlítið skárra en vont samt sem áður. Þar verður suðaustan hvassviðri, þrettán til tuttugu metrar á sekúndu. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 25 metrum á sekúndu, einkum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall líkt og svo oft áður. Eins og á Suðurlandi verður veður varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og ekkert ferðaveður á meðan það gengur yfir. Allt að fjórtán stiga hiti fyrir norðan Annars staðar á landinu verður öllu skárra veður. Hægur vindur og léttskýjað verður norðan og austanlands og hiti nær víða tveggja stafa tölu, hlýjast á Húsavík þar sem hiti gæti náð fjórtán gráðum. Þar versnar veður þegar líður á daginn og spáð er sunnan og suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu með skúrum og talsverðri rigningu á Austfjörðum fram á kvöld. Á Vestfjörðum verður nokkuð hvöss austanátt og rigning þegar líður á daginn.
Veður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Sjá meira