Lífið

Leikkonan Denise Dowse látin

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Leikkonan Denise Dowse er látin eftir baráttu við heilahimnubólgu.
Leikkonan Denise Dowse er látin eftir baráttu við heilahimnubólgu. Getty/Greg Dohery

Bandaríska leikkonan Denise Dowse er látin 64 ára að aldri eftir baráttu við heilahimnubólgu. Dowse á að baki meira en þrjátíu ára leikferil í bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum en hún er þekktust fyrir leik sinn í Beverly Hills, 90210 og The Guardian.

Systir Denise, Tracy Dowse, staðfesti andlát systur sinnar á Instagram í dag en Denise hafði undanfarið háð baráttu við heilahimnubólgu og hafði verið sett í dá fyrir þremur dögum síðan.

Denise Dowse hóf feril sinn í sjónvarpi árið 1989 í þáttunum Alomst There og næstu þrjá áratugi lék hún í fjölda sjónvarpsþátta, þar á meðal Seinfeld, Buffy the Vampire Slayer, ER, The Mentalist, Monk og House. Þá lék hún einnig í kvikmyndum á borð við Requiem for a Dream, Starship Troopers, Coach Carter og Sneakers.

Hún er þó líklega þekktust fyrir hlutverk sitt sem Yvonne Teasley í Beverly Hills, 90210 á tíunda áratugnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×