Innlent

Dagur fetar ekki í fót­spor Garð­bæinga

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Dagur man vel eftir sömu um­ræðu sem spratt upp árið 2006. Þá greip borgin til ýmissa úr­ræða, til dæmis að skjóta á máva á við tjörnina. Þetta bar lítinn árangur.
Dagur man vel eftir sömu um­ræðu sem spratt upp árið 2006. Þá greip borgin til ýmissa úr­ræða, til dæmis að skjóta á máva á við tjörnina. Þetta bar lítinn árangur. vísir/einar

Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra.

Mávar virðast hafa fjölgað sér mjög í út­jaðri borgarinnar og á eyjum í kring um höfuð­borgar­svæðið.

Nú er svo komið að þeir eru farnir að færa sig meira inn í borgina og eru orðnir mjög á­berandi á vissum svæðum.

Eins og frétta­stofa greindu frá í vikunni hefur Garða­bær á­kveðið að grípa til þess ráðs að stinga á egg máva í sveitar­fé­laginu til að reyna að fækka þeim.

Borgar­stjóri segir ekkert slíkt til skoðunar í Reykja­vík.

„Nei, þetta hefur ekki verið á dag­skrá en þetta var senni­lega á dag­skrá fyrir nokkrum árum. Og kannski tengist fjölda mávanna. Fólk skiptist svo­lítið í tvö horn um það hvort að mávarnir séu haturs­efni,“ segir Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri.

Standa heiðursvörð á morgnana

Á­stæðurnar fyrir fjölgun máva í borginni eru auð­vitað marg­þættar. Ein þeirra er sú að fólk gefur enn fuglum við tjörnina enn brauð í miklum mæli. Þer vita því hvert þeir geta sótt fæðu.

Mávarnir eru fljótir að læra og síðustu daga daga hefur fólk kvartað mjög undan þessum fuglum á sam­fé­lags­miðlum.

Þar má finna fjölda sagna af mávum sem stela flat­kökum, ráðast á hlaupara eða eru til al­mennra leiðinda.

Síðast þegar vanda­málið komst í há­mæli, árið 2006 greip borgin til þess ráðs að skjóta ein­stöku sinnum á máva á tjörninni til að reyna að fæla aðra frá.

„Finnst þér eitt­hvað hafa breyst síðan síðast? Ég skal ekkert full­yrða um það nema ein­hverjar náttúru­legar sveiflur. En ég er ekki hrifinn af hug­myndinni um með­ferð skot­vopna hérna við tjörnina ef að það er spurningin,“ segir Dagur.

Enda báru þessar að­gerðir lítinn árangur á sínum tíma. Hér virðist náttúran helst ráða för þegar kemur að fjölgun og fækkun í stofninum.

Og sjálfum er Degi ekki svo illa við máva enda taka þeir oftast vel á móti honum þegar hann mætir til vinnu á morgnana eins og sjá má í mynd­bandi sem hann tók sjálfur og fylgir sjón­varps­fréttinni sem sýnd var í kvöld­fréttum Stöðvar 2 hér í spilaranum að ofan.

„Já ég á auð­vitað bara í per­sónu­legu sam­bandi við fugla­lífið hér við tjörnina. En mávarnir ég veit ekki hvort þeir eiga það nokkuð skilið en þeir stilla sér oft upp hér á heiðurs­verði á hand­riðið oft þegar ég kem fyrstur manna til vinnu á morgnana. En svo reyndar fljúga þeir af stað þegar ég nálgast,“ segir Dagur.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.