Engin Sara en Snorri Barón er samt með níu skjólstæðinga á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 12:00 Snorri Barón Jónsson með þeim Söru Sigmundsdóttur og Gabrielu Migala sem er líkleg til afreka á heimsleikunum í CrossFit í ár. Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, er orðinn risastórt nafn í CrossFit heiminum enda með fjölda skjólstæðinga sem eru í fremstu röð í greininni. Söru Sigmundsdóttur mistókst að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár en Björgvin Karl komst þangað með sannfærandi frammistöðu á undanúrslitamóti sínu. Snorri segir frá því á Instagram síðu sinni að hann sé á leiðinni til Madison í Wisconsin fylki þar sem heimsleikarnir hefjast í næstu viku. Þar kemur líka fram að alls munu níu skjólstæðingar hans vera að keppa þarna. View this post on Instagram A post shared by S n o r r i B a r o n (@snorribaron) „Ég hef ekki verið í Madison síðan 2019 vegna alls konar klikkaðra hluta sem gerðust í heiminum svo ég hlakka mikið til að komast loksins aftur á heimsleikanna,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Fyrirtækið mitt hefur vaxið talsvert mikið síðan þá og ég býst ekki við rólegum eða afslappandi tíma því ég er í umboði fyrir níu íþróttamenn sem eru að keppa á leikunum,“ skrifaði Snorri. Björgvin Karl er annar tveggja íslenskra skjólstæðinga Snorra því þótt að Sara hafi ekki komist alla leið þá gerði Sólveig Sigurðardóttir það í fyrsta sinn. Þetta gætu orðið stórir heimsleikar fyrir Rússann Roman Khrennikov sem vann sitt undanúrslitamót í Asíu. Hann er skjólstæðingur Snorra eins og Ástralinn Ricky Garard sem varð í öðru sæti í undanúrslitamóti Eyjaálfu. Það er líka hin sautján ára gamla kanadíska stelpa Emma Lawson sem þykir líkleg til stórræða í allra næstu framtíð en hún vann CrossFit Atlas Games undanúrslitamótið. Annar öflugur skjólstæðingur Snorra en Pólverjinn Gabriela Migala sem hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár. Hún náði þriðja sætinu á Lowlands undanúrslitamótinu þar sem Sara Sigmundsdóttir varð sjötta og rétt missti af farseðlinum. Finninn Henrik Haapalainen er líka hjá Snorra en hann varð annar á Strength in Depth undanúrslitamótinu sem er frábær árangur. CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sjá meira
Söru Sigmundsdóttur mistókst að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár en Björgvin Karl komst þangað með sannfærandi frammistöðu á undanúrslitamóti sínu. Snorri segir frá því á Instagram síðu sinni að hann sé á leiðinni til Madison í Wisconsin fylki þar sem heimsleikarnir hefjast í næstu viku. Þar kemur líka fram að alls munu níu skjólstæðingar hans vera að keppa þarna. View this post on Instagram A post shared by S n o r r i B a r o n (@snorribaron) „Ég hef ekki verið í Madison síðan 2019 vegna alls konar klikkaðra hluta sem gerðust í heiminum svo ég hlakka mikið til að komast loksins aftur á heimsleikanna,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Fyrirtækið mitt hefur vaxið talsvert mikið síðan þá og ég býst ekki við rólegum eða afslappandi tíma því ég er í umboði fyrir níu íþróttamenn sem eru að keppa á leikunum,“ skrifaði Snorri. Björgvin Karl er annar tveggja íslenskra skjólstæðinga Snorra því þótt að Sara hafi ekki komist alla leið þá gerði Sólveig Sigurðardóttir það í fyrsta sinn. Þetta gætu orðið stórir heimsleikar fyrir Rússann Roman Khrennikov sem vann sitt undanúrslitamót í Asíu. Hann er skjólstæðingur Snorra eins og Ástralinn Ricky Garard sem varð í öðru sæti í undanúrslitamóti Eyjaálfu. Það er líka hin sautján ára gamla kanadíska stelpa Emma Lawson sem þykir líkleg til stórræða í allra næstu framtíð en hún vann CrossFit Atlas Games undanúrslitamótið. Annar öflugur skjólstæðingur Snorra en Pólverjinn Gabriela Migala sem hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár. Hún náði þriðja sætinu á Lowlands undanúrslitamótinu þar sem Sara Sigmundsdóttir varð sjötta og rétt missti af farseðlinum. Finninn Henrik Haapalainen er líka hjá Snorra en hann varð annar á Strength in Depth undanúrslitamótinu sem er frábær árangur.
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sjá meira