„Þetta er bara ansi gott þótt ég segi sjálfur frá“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2022 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson ætlar sér stóra hluti á heimsleikunum í ár sem undanfarin ár. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er stærsta vonarstjarna Íslands á komandi heimsleikum í CrossFit nú þegar Anníe Mist Þórisdóttir er búin að skipta yfir í liðakeppnina og þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir mistókst að tryggja sér farseðil á leikanna. Þessi fjögur hafa öll verið á verðlaunapallinum undanfarin áratug en nú er það bara Björgvin Karl sem er með í ár. Auðvitað eru upprennandi íslenskar stjörnur með í ár eins og þær Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þuríður náði níunda sætinu 2019 og varð þrettánda í fyrra. Sólveig er að keppa í fyrsta sinn í einstaklingskeppninni á leikunum en var tvisvar með í liðakeppninni. Það búast fáir við því að þær Þuríður Erla og Sólveig, þó mjög góðar séu, keppi um verðlaunasæti á heimsleikunum en þar er aftur á móti stefnan að vanda hjá BKG. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Anníe, Katrín Tanja og Sara hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár en hinn stöðugi og stórbrotni Björgvin Karl hefur meira verið í því að láta bara verkin tala. Björgvin ætlar aftur á móti að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast meira með sér á þessum heimsleikum því hann leyfði Snorra Björnssyni að fylgjast með tímabilinu sínu og afraksturinn má finna í þáttarröð á Youtube. Fyrsti þátturinn er nú kominn í loftið og Björgvin Karl auglýsti hann á Instagram síðu sinni. „Góðvinur minn Snorri Björnsson hefur fylgst nánast með hverri hreyfingu hjá mér á þessu tímabili til að setja saman heimildarmyndina um ferð mína á heimsleikana 2022,“ skrifaði Björgvin Karl. „Fyrsti þátturinn var að detta inn á Youtube. Kíkið á hann. Þetta er bara ansi gott þótt ég segi sjálfur frá,“ skrifaði Björgvin. Í þessum fyrsta þætti er fylgst sérstaklega með Björgvini í undanúrslitamótinu í Amsterdam þar sem hann tryggði sér farseðilinn á heimsleikana. Björgvin gerði það með því að ná öðru sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn af leið Björgvins Karls Guðmundssonar á heimsleikana í ár. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-v9kwArFbZo">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Þessi fjögur hafa öll verið á verðlaunapallinum undanfarin áratug en nú er það bara Björgvin Karl sem er með í ár. Auðvitað eru upprennandi íslenskar stjörnur með í ár eins og þær Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Þuríður náði níunda sætinu 2019 og varð þrettánda í fyrra. Sólveig er að keppa í fyrsta sinn í einstaklingskeppninni á leikunum en var tvisvar með í liðakeppninni. Það búast fáir við því að þær Þuríður Erla og Sólveig, þó mjög góðar séu, keppi um verðlaunasæti á heimsleikunum en þar er aftur á móti stefnan að vanda hjá BKG. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Anníe, Katrín Tanja og Sara hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár en hinn stöðugi og stórbrotni Björgvin Karl hefur meira verið í því að láta bara verkin tala. Björgvin ætlar aftur á móti að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast meira með sér á þessum heimsleikum því hann leyfði Snorra Björnssyni að fylgjast með tímabilinu sínu og afraksturinn má finna í þáttarröð á Youtube. Fyrsti þátturinn er nú kominn í loftið og Björgvin Karl auglýsti hann á Instagram síðu sinni. „Góðvinur minn Snorri Björnsson hefur fylgst nánast með hverri hreyfingu hjá mér á þessu tímabili til að setja saman heimildarmyndina um ferð mína á heimsleikana 2022,“ skrifaði Björgvin Karl. „Fyrsti þátturinn var að detta inn á Youtube. Kíkið á hann. Þetta er bara ansi gott þótt ég segi sjálfur frá,“ skrifaði Björgvin. Í þessum fyrsta þætti er fylgst sérstaklega með Björgvini í undanúrslitamótinu í Amsterdam þar sem hann tryggði sér farseðilinn á heimsleikana. Björgvin gerði það með því að ná öðru sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta þáttinn af leið Björgvins Karls Guðmundssonar á heimsleikana í ár. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-v9kwArFbZo">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira